Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 26

Jumanji – The Man Who Killed Hitler and Then The Bigfoot Fyrsta myndin endurútgefin Þann 8. desember verður Jumanji-myndin The Next Level frumsýnd í kvikmynda- húsum, en hún er óbeint framhald myndar- innar Jumanji: Welcome to the Jungle sem gerði það gott í bíó um jólin 2017. Af því tilefni verður upphaflega Jumanji-myndin endurútgefin á leigunum 28. nóvember. 94 VOD Ævintýri mín 28. nóvember Jumanji varð tíunda vinsælasta mynd ársins 1995 í kvikmyndahúsum heimsins en í henni fór Robin Williams heitinn á kostum í aðalhlut- verkinu, hlutverki Alans Parrish, sem um áratugaskeið hafði verið fastur inni í Jumanji- ævintýraspilinu, eða allt þar til tveir krakkar, þau Judy og Peter, finna spilið og opna á ný gáttina inn í Jumanji-ævintýraheiminn. Þar með fer í gang kostuleg atburðarás sem getur ekki lokið fyrr en einhver leikur síðasta leikinn! Punktar ............................... HHH 1/2 - S.F. Examiner HHH - USA Today HHH - New York Times HHH - Empire HHH - Entertainment Weekly HHH - Variety Myndin er byggð á samnefndri bók Chris Van Allsburg sem kom út 1981, en á meðal annarra frægra bóka eftir Chris er The Polar Express. l Aðalhlutverk: Robin Williams, Kirsten Dunst, Bonnie Hunt, Jonathan Hyde, Bradley Pierce og Bebe Neuwirth Leikstjórn: Joe Johnston Útgefandi: Sena Tiffany Haddish smellir hér af sjálfu með Billy Crystal í New York 22. október þar sem þau voru að vinna að gerð myndarinnar Here Today sem Billy leikstýrir og Tiffany leikur aðalhluverkið í. Lífið fer i hringi Calvin Barr er kominn á efri ár og hefur eftir viðburðaríka ævi ákveðið að taka því rólega í heimabæ sínum það sem eftir er. Sú áætlun fer fyrir lítið þegar útsendarar stjórnarinnar biðja hann um aðstoð við að ráða niður- lögum þjóðsagnapersónunnar Stórfótar sem ber ábyrgð á alheimsóværu. Hér er á ferðinni ævintýri með vísindaskáldsöguívafi enda gerist sagan í henni í nokkurs konar hliðarveruleika, bæði í nútímanum og í heimsstyrjöldinni síðari þegar Calvin Barr var falið að taka Adolf Hitler af lífi til að stöðva framgang nasismans. Honum tókst það, þ.e. að kála Hitler, en hins vegar nægði það ekki til að stöðva útbreiðslu nasismans. Nú fær Calvin annað tækifæri til að bjarga mannkyninu frá annars konar óværu og því tækifæri getur hann ekki hafnað ... Punktar .................................................................. HHHH - CineVue HHHH - IGN HHH - Empire HHH - Film Threat The Man Who Killed Hitler and Then The Bigfoot er fyrsta mynd leikstjórans Roberts Krzykowski sem skrifaði einn- ig handritið og framleiddi myndina. l Myndin inniheldur nokkrar mjög skemmtilegar sjónrænar brellur sem gerðar voru af tvöfalda Óskarsverð- launahafanum aldna, Douglas Trum- bull, en hann vann m.a. sjónrænu brellurnar í myndum eins og Blade Runner, Close Encounters of the Third Kind og 2001: A Space Odyssey. l VOD 98 mín Aðalhlutverk: Sam Elliott, Aidan Turner, Caitlin FitzGerald og Ron Livingston Leikstj.: Robert Krzykowski Útg.: Myndform Ævintýri 26 Myndir mánaðarins 29. nóvember Þau Aidan Turner og Caitlin Fitz- Gerald sem leika hér stór hlutverk eru sambýlisfólk í raunveruleikanum. l Sam Elliott leikur Calvin Barr sem leynir heldur betur á sér í þessari ævintýramynd.