Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 25
The Lion King – Konungur ljónanna
Konungurinn snýr aftur
Disney-myndin The Lion King, eða Konungur ljónanna, frá árinu
1994 er að margra mati ein besta teiknimynd sem gerð hefur
verið enda sló hún áhorfsmet á sínum tíma. Þann 29. nóvember
kemur mögnuð endurgerð þessarar myndar á sjónvarpsleig-
urnar sem gefur töfrum og gæðum þeirrar fyrri ekkert eftir.
Það þarf ekki að rekja söguþráð The Lion King fyrir neinum en þess
ber þó að geta að í þessari nýju útgáfu er að finna mörg ný atriði
og sjónarhorn í bland við öll meginatriði 1994-myndarinnar. Í henni
gefur enn fremur að heyra nýjar lagasmíðar og líka fjögur af vin-
sælustu lögunum úr fyrri myndinni, Can You Feel The Love Tonight,
The Circle of Life, I Just Can’t Wait to Be King og Hakuna Matata.
Við viljum að sjálfsögðu hvetja kvikmyndaáhugafólk, bæði gamla
aðdáendur 1994-myndarinnar svo og nýjar kynslóðir sem vaxið
hafa úr grasi síðan þá, að missa ekki af þessu meistaraverki sem
jafnframt er ein dýrasta mynd sem framleidd hefur verið og um leið
ein vinsælasta mynd ársins 2019. Þess má og geta að The Lion King
er nú komin fram úr Frozen sem tekjuhæsta teiknimynd allra tíma
og situr í sjöunda sæti listans yfir tekjuhæstu bíómyndir allra tíma.
Punktar ....................................................
Myndin kemur út bæði með íslenskri talsetningu og enskri og í
ensku útgáfunni eru það m.a. þau Donald Glover, Chiwetel Ejiofor,
James Earl Jones, Beyoncé, Seth Rogen, Keegan-Michael Key, Alfre
Woodard, John Oliver, Billy Eichner og John Kani sem ljá helstu
persónunum raddir sínar í leikstjórn Jons Favreau.
l
Þess má geta til gamans að Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem talar
fyrir Simba þegar hann er orðinn fullorðinn talaði einnig fyrir Simba
í 1994-teiknimyndinni, en þá þegar Simbi var ungur.
l
The Lion King
Konungur ljónanna
Ævintýri / Fjölskyldumynd
VOD
118
mín
Íslensk talsetning: Jóhann Sigurðarson, Orri Huginn Ágústsson,
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Gabríel Máni Kristjánsson, Íris Hólm
Jónsdóttir, Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir, Hannes Óli
Ágústsson, Ævar Þór Benediktsson, Björgvin Franz Gíslason, Hjálmar
Hjálmarsson og fleiri Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir
Útgefandi: Síminn
29. nóvember
Myndir mánaðarins
25