Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 28
Hefurðu séð þessar?
28
Leynilíf gæludýra 2 Aladdin Godzilla: King of the Monsters
Hundurinn Max og öll gæludýrin sem
hann þekkir fara sem fyrr á kostum í
Leynilífi gæludýra 2, en hún er frá Illumin-
ation sem gerði m.a. Aulinn ég-myndirnar.
Sem fyrr skyggnumst við hér á bak við
tjöldin í lífi gæludýra og fáum að sjá enn
betur en síðast hvað þau taka sér fyrir
hendur þegar eigendurnir sjá ekki til. Ævintýrið um Aladdín, sem sótt er í
uppfærðu útgáfuna af arabísku þjóðsög-
unum Þúsund og ein nótt og Disney gerði
frábæra teiknimynd eftir árið 1992, er hér
fært í nýjan, litríkan og spennandi búning
þar sem tónlist og dans kemur mikið við
sögu og grínið og fjörið er að sjálfsögðu
aldrei langt undan. Godzilla: King of the Monsters er óbeint
framhald myndarinnar Godzilla sem kom
út árið 2014 og naut mikilla vinsælda.
Hér heldur ævintýrið áfram og í þetta
sinn þarf Godzilla m.a. að takast á við hið
þríhöfða skrímsli Ghidorah sem ætlar sér
alheimsyfirráð, en í þeim átökum má
mannfólkið síns frekar lítils – eða hvað?
Teiknimynd Ævintýri Ævintýri
Rocketman X-Men: Dark Phoenix Hundur hennar hátignar
Elton John þarf engrar kynningar við
enda hefur hann trónað á toppnum í
popptónlistinni allar götur frá því hann
sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu
Your Song. En tónlistarsaga hans nær
mun lengra aftur í tímann en það og í
þessari mynd leikstjórans Dexters
Fletcher er farið yfir feril hans frá byrjun. Þegar bilun í geimskutlu ógnar lífi
geimfaranna í henni fær NASA Charles
Xavier til að setja saman björgunarteymi
úr hópi X-manna. Aðgerðin heppnast
með þeirri undantekningu að Jean Grey
verður fyrir sólareldingu sem hefði átt að
ganga af henni dauðri en kallar þess í
stað fram í henni hina illu Dark Phoenix. Rex er einn af hundum Elísabetar
Englandsdrottningar og nýtur þeirra
forréttinda að búa í Buckinghamhöll.
Dag einn kemur Donald Trump forseti
Bandaríkjanna í heimsókn ásamt eigin-
konu sinni, Melaniu, og tíkinni Mitzi sem
fær þegar augastað á Rex. Þar með setur
hún í gang mjög óvænta atburðarás ...
Sannsögulegt Ofurhetjur Teiknimynd
UglyDolls The Grinch The Hustle
Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem
þær una ágætlega við sitt. Það á eftir að
breytast dálítið þegar nokkrar þeirra
leggja land undir fót og uppgötva að
hinum megin við stóra fjallið þeirra er
annar bær, Fullkomnibær, þar sem allar
brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar
eins og þær sjálfar. Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina
Trölla sem ákvað að stela jólunum frá
íbúum Hver-bæjar kemur í ferskum og
mjög fyndnum búningi teiknimynda-
fyrirtækisins Illumination sem gerði m.a.
Aulinn ég-myndirnar, myndirnar vinsælu
um litlu gulu Skósveinana, Syngdu og
Leynilíf gæludýra. Tvær konur sem hafa sérhæft sig í alls
kyns svikum og prettum taka höndum
saman um að svindla hressilega á for-
ríkum mönnum og fá þá til að gefa sér
hluta af auðæfum sínum. Allt gengur
upp eins og í sögu þar til tækni-
frömuðurinn og milljarðamæringurinn
Thomas kemur til sögunnar.
Teiknimynd Teiknimynd Gamanmynd
Wild Rose Pokémon Detective Pikachu Official Secrets
Eftir að hafa afplánað eins árs fang-
elsisdóm fyrir eiturlyfjasmygl þarf hin 23
ára gamla Rose-Lynn Harlan að finna
fjölina sína á ný, þ. á m. gagnvart tveimur
börnum sínum sem hún þurfti að skilja
eftir í umsjá móður sinnar. Toppmynd
sem hefur hlotið frábæra dóma og flestir
hafa mjög gaman af. Harry Goodman er einkaspæjari í borg-
inni Ryme þar sem mannfólkið og póké-
monar búa saman, að mestu í sátt og
samlyndi. Þegar Harry hverfur dag einn
sporlaust af skrifstofu sinni kemur það í
hlut tvítugs sonar hans, Tims, ásamt
fyrrverandi félaga Harrys, pókémonspæj-
aranum Pikachu, að leysa málið Þann 2. mars árið 2003 birti blaðið The
Observer grein þar sem sýnt var fram á
að þjóðaröryggisstofnum Bandaríkjanna,
NSA, hefði skipulagt ólöglegar hleranir í
húsakynnum Sameinuðu þjóðanna til að
afla fylgis við innrásina í Írak. Þetta er
saga Katharine Gun, uppljóstrarans sem
kom þessum upplýsingum til blaðsins.
Drama/tónlist Fjölskyldumynd Sannsögulegt
Spider-Man: Into the Spi... Að temja drekann sinn 3 John Wick: Chapter 3 Parab...
Spider-Man: Into the Spider-Verse er stór-
skemmtilegt hliðarævintýri frá hinum
venjulegu Spider-Man-myndum þar sem
aðalsöguhetjan Miles Morales telur sig
hinn eina og sanna köngulóarmann – en
hefur auðvitað rangt fyrir sér. Myndin
hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teikni-
mynd ársins 2018. Í þessari þriðju og síðustu mynd um
ævintýri víkingastráksins Hiksta og
drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í
sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir
þurfa að takast á við hinn illa drekabana
Grimmel sem hefur einsett sér að ná
Tannlausa á sitt vald. Það má honum að
sjálfsögðu ekki takast! Þriðja myndin um leigumorðingjann
John Wick, sem í lok myndar númer tvö
neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst
varð að nánast hver og einn einasti
leigumorðingi í heimi myndi innan
klukkustundar hefja leit að honum til að
drepa hann og innheimta verðlaunafé
fyrir vikið. Hér sjáum við hvað gerist svo!
Teiknimynd Teiknimynd Hasar
Avenges: Endgame Annabelle Comes Home The Sun is Also a Star
Eftir að hinum máttuga Thanosi tókst það
ætlunarverk sitt að þurrka út helming
mannkyns á Jörðu með einum
fingrasmelli og krafti eilífðarsteinanna er
þeim sem eftir lifa af Avenger-hópnum
vandi á höndum. Geta þau snúið gjörðum
Thanosar við og endurheimt allar þær
ofurhetjur sem hann eyddi? Eftir að hafa séð hvers megnug andsetna
dúkkan Annabelle er ákveða Warren-
hjónin Ed og Lorraine að fara með hana
heim til sín, loka hana inni í glerskáp sem
hefur verið blessaður af presti og koma
honum fyrir í rammgerðri geymslu í
kjallara húss síns. En Annabelle lætur
engan loka sig af til frambúðar. Rómantísk og ljúf ástarsaga um New
York-búana Natöshu og Daniel (Yara
Shahidi og Charles Melton) sem fella
hugi saman svo að segja strax eftir að
þau hittast. Yfir sambandi þeirra hvílir þó
sá skuggi að þar sem fjölskylda Natöshu
kom ólöglega til Bandaríkjanna stendur
til að vísa henni úr landi.
Ofurhetjur Hrollvekja Rómantík
Crawl Booksmart The Operative
Þegar öllum íbúum bæjarfélagsins Coral
Lake er skipað að yfirgefa bæinn þar sem
fellibylur af allra stærstu gerð er við það
að ganga yfir svæðið með tilheyrandi
flóðum uppgötvar Haley Keller að faðir
hennar, Dave, svarar ekki kalli. Þvert á
ráðleggingar heldur hún því inn í bæinn,
staðráðin í að finna föður sinn. Skólafélagarnir og vinkonurnar Amy og
Molly eru fyrirmyndarnemendur og hafa
með mikilli elju uppskorið góðar
einkunnir sem duga til að komast í bestu
framhaldsskólana. En árangurinn hefur
kostað þær miklar fórnir á félagslega
sviðinu og nú er kominn tími til að bæta
úr því í eitt skipti fyrir öll! Þegar Rachel, sem er fyrrverandi njósnari
ísraelsku leyniþjónustunnar, hverfur
sporlaust í London hefst rannsókn á
afdrifum hennar enda óttast yfirmenn
ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad að
hún búi enn yfir vitneskju sem í óvina-
höndum gæti reynst Ísrael stórhættuleg.
Tryllir Gamanmynd Spennudrama
Myndir mánaðarins