Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 20
1%
Hvað er hið rétta?
Þegar Knuck, fyrrverandi leiðtogi mótorhjólagengisins Copperheads, er
látinn laus úr fangelsi eftir þriggja ára afplánun lendir hann fljótlega upp
á kant við eftirmann sinn, Paddo, enda hafa þeir gjörólíka sýn á tilgang
gengisins og framtíð þess. Afleiðingarnar verða barátta upp á líf eða dauða.
1%, sem er líka nefnd One Percent og Outlaws, er fyrsta mynd ástralska leikstjórans
Stephens McCallum og segir sígilda sögu um baráttu hins góða og hins vonda
en í öðruvísi búningi en flestir eru vanir. Deilur þeirra Knucks og Paddos snúast
um hvaða stefnu gengið á að taka því á meðan Paddo vill hafa starfsemina innan
ramma laganna gefur Knuck lítið fyrir það. Og framundan er afdrifaríkt uppgjör ...
Punktar ..................................................................
Myndin var tilnefnd til Áströlsku
kvikmyndaverðlaunanna
(AACTA),
fyrir besta leik í aðalhlutverkum karla
og kvenna (Ryan Corr og Abbey Lee),
besta leik í aukahlutverkum karla og
kvenna (Josh McConville og Simone
Kessell) og fyrir besta handrit, en það
skrifaði Matt Nable, sá sami og skrifaði
handrit verðlaunamyndarinnar The
Final Winter árið 2007. Matt leikur
einnig annað af aðalhlutverkum
myndarinnar, hörkutólið Knuck.
l
132
VOD
mín
Aðalhlutv.: Ryan Corr, Abbey Lee, Simone Kessell og Josh
McConville Leikstjórn: Stephen McCallum Útg.: Myndform
Spenna/hasar
15. nóvember
Will Smith skellti sér á frumsýningu myndar-
innar Gemini Man í Tapei á Taívan 21. október
ásamt framleiðandanum Jerry Bruckheimer og
leikstjóranum Ang Lee, en sá síðastnefndi
er einmitt fæddur og uppalinn á Taívan.
20
Myndir mánaðarins
Sögu myndarinnar og andrúmslofti
hefur verið líkt við sjónvarpsþættina
Sons of Anarchy sem nutu mikilla vin-
sælda á árunum 2008 til 2014. Þeir sem
kunnu vel að meta þá ættu ekki að
verða fyrir vonbrigðum með 1%.
l
Alfre Woodard og Jason Momoa gerðu að
gamni sínu á frumsýningu fyrsta þáttar sjón-
varpsseríunnar See 20. október í Los Angeles,
en auk þeirra og Sylviu Hoeks leikur Hera
Hilmarsdóttir stórt hlutverk í þeim þáttum.
Ryan Corr leikur klúbbleiðtogann Paddo
sem lendir á milli steins og sleggju þegar
fyrrverandi leiðtogi, Knuck, losnar úr fang-
elsi og krefst þess að fá aftur völdin.
Þau Shailene Woodley og Callum Turner voru
stödd á Spáni 15. október þar sem verið var að
taka upp atriði í myndina The Last Letter from
Your Lover sem er byggð á samnefndri bók Jojos
Moyes og er í leikstjórn Augustine Frizzell.