Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 21
Scary Stories to Tell in the Dark
Segðu mér sögu
Árið er 1968 og yfir bænum Mill Valley hvílir skuggi Bellows-
fjölskyldunnar sem bjó fyrr á árum í stóru húsi í útjaðri hans.
Þar breytti hin unga Sarah kvöl sinni í sögur sem verða að
hræðilegum veruleika þegar nokkrir unglingar uppgötva þær.
Scary Stories to Tell in the Dark sækir innblást-
urinn í samnefnt þriggja binda smásagnasafn
rithöfundarins Alvins Schwartz, en það kom út á
árunum 1981–1991. Bækurnar, sem voru ætlaðar
börnum og unglingum og byggðu að stóru leyti
á alls konar þjóðsögum sem Alvin hafði safnað
saman um árabil, hafa allt frá útgáfu notið mik-
illa vinsælda og selst í hátt í tíu milljón eintökum.
Þetta eru létthrollvekjandi draugasögur sem í
myndinni eru kryddaðar með góðum tæknibrellum ...
Scary Stories to Tell in the Dark
Michael Garza og Zoe Margaret Colletti leika tvo af unglingunum sem
uppgötva sögurnar og lenda í framhaldinu í miklum hremmingum.
Á milli þeirra er fuglahræða sem kemur talsvert við sögu í myndinni.
Hrollvekja / Ráðgátur
108
VOD
mín
Aðalhlutverk: Zoe Margaret Colletti, Michael Garza, Gabriel Rush,
Austin Abrams, Dean Norris, Gil Bellows, Lorraine Toussaint, Kathleen
Pollard og Austin Zajur Leikstjórn: André Øvredal
Útgefandi: Myndform
22. nóvember
Punktar ....................................................
HHHH - Screen Crush HHHH - IGN HHHH - Entert. Weekly
HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Wrap HHH 1/2 - S.F. Chronicle
HHH 1/2 - Verge HHH 1/2 - Chic. Tribune HHH - ReelViews
Það er sjálfur Guillermo del Toro (The Shape of Water, Crimson
Peak, Pacific Rim) sem er meðhöfundur handritsins en hann hafði
einnig yfirumsjón með framleiðslu myndarinnar og ákvað að fá
norska leikstjórann André Øvredal í leikstjórnina, en André á m.a.
að baki myndirnar Trolljegeren og The Autopsy of Jane Doe.
l
Veistu svarið?
Leikstjórinn, handritshöfundurinn og framleiðand-
inn Guillermo del Toro hefur verið á meðal áhrifa-
mestu kvikmyndagerðarmanna um árabil og hlaut
m.a. tvenn Óskarsverðlaun fyrir sína síðustu mynd,
The Shape of Water. En frá hvaða landi er hann?
Leikstjórinn André Øvredal og framleiðandinn og handritshöfund-
urinn Guillermo del Toro eiga veg og vanda að gerð myndarinnar.
Mexíkó.
Myndir mánaðarins
21