Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 19
Beautiful Boy – Molang
Hver ertu?
Sönn saga Nics Sheff sem féll ungur að árum fyrir eiturlyfjum sem heltóku
líkama hans og sál. Þetta er saga hans, en ekki síður saga foreldra hans
sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð en voru staðráðin í að gefast aldrei upp.
Beautiful Boy er gríðarlega vel gerð, vel leikin og áhrifarík mynd enda er sagan í
henni eins sönn og kvikmyndasögur geta orðið. Við kynnumst hér Sheff-fjölskyld-
unni sem segja má að allt hafi verið í lukkunnar standi hjá allt þar til dag einn að
elsti sonurinn, Nic, fór að fikta við eiturlyf. Á skömmum tíma yfirtók löngunin í
vímuna huga hans og líkama og ef ekki hefði verið fyrir þrotlausa baráttu foreldra
hans hefði hann sennilega týnt lífinu. Þetta er mynd sem lætur engan ósnortinn.
Punktar ..................................................................
HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH 1/2 - Wrap HHHH - Empire HHHH - IGN
HHHH - Film Threat HHHH - Time Out HHHH - Screen HHHH - Variety
HHH 1/2 - R. Stone HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - I.Wire HHH 1/2 - L.A. Times
Beautiful Boy, sem sækir heiti sitt
beint í samnefnt lag Johns Lennon, er
byggð á tveimur bókum feðganna
Davids og Nics Sheff þar sem hvor
fyrir sig sagði sína hlið á sameiginlegri
reynslu þeirra, annars vegar A Father’s
Journey Through His Son’s Addiction
efir David og hins vegar Growing Up
on Methamphetamines eftir Nic.
l
120
VOD
mín
Aðalhlutv. Steve Carell, Timothée Chalamet, Maura Tierney
og Amy Ryan Leikstj.: Felix van Groeningen Útg.: Myndform
Sannsögulegt
15. nóvember
Fyrir utan að fá frábæra dóma hefur
Beautiful Boy hlotið fjölda verðlauna,
ekki síst Timothée Chalamet sem
þykir túlka hina grimmu reynslu Nics
Sheff á sérlega sannferðugan hátt.
l
Timothée Chalamet og Steve Carell
í hlutverkum sínum í Beautiful Boy.
Molang og Piu Piu lenda í ævintýrum
Molang er lítil kanínustelpa sem lendir ásamt besta vini sínum í mörgum
litríkum og skemmtilegum ævintýrum í þessum þriggja og hálfrar mínútna
þáttum sem eru fyrst og fremst ætlaðir allra yngsta aldurshóp áhorfenda.
Molang eru kóreskir teiknimyndaþættir sem hafa um
nokkurra ára skeið notið mikilla vinsælda á sjónvarps-
stöðvum víða um heim, þar á meðal hér á landi á RÚV.
Segja má að þættirnir einkennist af gleði, hamingju og
innilega skemmtilegum húmor sem nær til yngsta
aldurshópsins auk þess sem vinátta aðalpersónanna,
Molang og hænuungans Piu Piu, er bæði sönn og tær.
VOD
65
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Molang
og Piu Piu Útgefandi: Myndform
Barnaefni
15. nóvember
Myndir mánaðarins
19