Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 17
Galveston
Krókar á móti brögðum
Roy Cady er leigumorðingi mafíunnar sem hefur nýlega uppgötvað að
hann er með ólæknandi krabbamein. Þegar hann uppgötvar að auki að
mafíuforinginn Stan hefur ákveðið að láta drepa hann eftir áralanga
þjónustu snýst hann til varnar af öllum mætti, staðráðinn í að hefna sín.
Galveston er spennumynd og glæpatryllir sem hefur fengið mikið lof margra fyrir
æsispennandi og hraða atburðarás og leik þeirra Bens Foster og Elle Fanning í
aðalhlutverkunum, en Elle leikur vændiskonuna Rocky sem Ben bjargar frá bráð-
um bana sama kvöld og hann uppgötvar að Stan hefur sent menn til höfuðs
honum. Við þau svik getur Roy engan veginn sætt sig og skipuleggur gagnárás ...
Punktar ..................................................................
HHHH 1/2 - Film Journal HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - RogerEbert.com
HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH 1/2 - Playlist HHH 1/2 - IndieWire
HHH - Los Angeles Times HHH - Film Threat HHH - L.A. Weekly
Galveston er byggð á fyrstu bók
rithöfundarins Nics Pizzolatto sem
kom út árið 2009 og hlaut fjölmörg
verðlaun. Nic, sem skapaði einnig og
skrifaði hina vinsælu sjónvarpsþætti
True Detective, skrifaði handritið að
Galveston sjálfur.
l
Þetta er fyrsta mynd hinnar frönsku
Mélanie Laurent á ensku en hún á að
baki bæði bíó- og heimildarmyndir á
eigin tungu sem hafa unnið til fjöl-
margra verðlauna, þ. á m. tvenn
César-verðlaun. Auk þess er Mélanie
einnig vinsæl og mikilsvirt leikkona.
l
101
VOD
mín
Aðalhlutverk: Ben Foster, Elle Fanning, Beau Bridges og Lili
Reinhart Leikstj.: Mélanie Laurent Útg.: Myndform
Spennumynd
8. nóvember
Halloween, eða hrekkjavakan, er á dagskrá í
lok október og þeir eru margir í Bandaríkjunum
sem byrja undirbúninginn snemma, eins og t.d.
leikkonan Jenny McCarthy sem hér tekur sjálfu
af sér og draugafígúru í garðinum hennar.
Jennifer Aniston mætir í viðtal við spjallþátta-
kónginn Jimmy Kimmel 16. október, rétt eftir
að hafa sett heimsmet þegar hún fékk milljón
manns til að fylgja sér á nýjum reikningi sínum á
Instagram á aðeins 5 klst. og 16 mínútum.
Ben Foster og Elle Fanning sem þau Roy
Cady og Raquel „Rocky“ Arceneaux.
Þær Margot Robbie og Cara Delevingne hittust
glaðar í bragði á forsýningu myndarinnar
Bombshell í Hollywood 13. október, en þeirri
mynd er spáð mikilli velgengni, bæði í vinsæld-
um og á komandi verðlaunahátíðum.
Myndir mánaðarins
17