Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 15
Phil – Snæfríður snara bjagar jólunum
Það sem undir býr
Phil er tannlæknir sem glímt hefur við
þunglyndi í nokkur ár og er haldinn miklum
lífsleiða. Þegar uppáhaldsviðskiptavinur
hans fremur skyndilega sjálfsmorð fyllist
Phil óstjórnlegri löngun til að vita út af
hverju og hefur því sína eigin rannsókn.
116
VOD
Gamandrama
mín
7. nóvember
Allt frá því að hinn geðugi Michael Fisk settist
fyrst í stólinn hjá Phil hefur hann verið í miklum
metum hjá honum enda fyrirmyndarkúnni
sem hélt tönnunum hreinum og virtist geisla
af lífshamingju og innri orku. Fréttirnar af
sjálfsmorði hans koma því Phil verulega á
óvart enda getur hann ekki ímyndað sér hvaða
ástæður gætu hafa legið þar að baki. Að því
verður hann hins vegar að komast og fyrir
utan að lesa lögregluskýrsluna ákveður hann
að kynnast nánustu fjölskyldu Michaels í von
um að finna einhver svör við gátunni ...
Punktar ...............................
HHHH - Film Threat HHH - Wall Street Journal
Phil er fyrsta mynd Gregs Kinnear sem
leikstjóra og er byggð á bókinni Philosophy of
Phil eftir rithöfundinn Stephen Mazur sem
skrifaði einnig handritið.
l
Aðalhlutv.: Greg Kinnear, Emily Mortimer, Jay Duplass,
Bradley Whitford, Luke Wilson, Robert Forster og Megan
Charpentier Leikstjórn: Greg Kinnear Útgefandi: Sena
Þeir Justin Long og Sam Rockwell féllust í
faðma fyrir ljósmyndarann þar sem þeir
hittust á forsýningu myndarinnar Jojo Rabbit
eftir Taika Waititi í New York 19. október.
Snæfríður snara bjargar jólunum
Þegar einn af vitringunum þremur hverfur sporlaust kemur það í hlut álfa-
stelpunnar Snæfríðar að finna hann. Málin vandast verulega þegar fleiri
persónur sem tengjast jólunum taka að hverfa og það verður ljóst að sjálf
jólahátíðin er í hættu ... nema Snæfríði takist að handsama hinn seka!
Snæfríður snara bjargar jólunum er stórskemmtileg og fjörug spænsk teiknimynd
sem gerist á hinum töfrandi stað Arbolié á Norðurpólnum þar sem allar helstu
persónurnar sem tengjast jólahátíðinni í vestrænum jólasiðum og jólasögum
búa saman í sátt og samlyndi þótt vissulega komi upp ágreiningur öðru hverju.
Þegar einn af vitringunum þremur hverfur dag einn sporlaust kemst Snæfríður
að því að hinn vanstillti Monopolish, sem hafði verið gerður útlægur frá Arbolié,
ber ábyrgðina, en hann hefur fundið upp tækni sem breytir jólapersónunum í
auglýsingaspjöld og ætlar öllum sem búa í Arbolié þau örlög. Við það verður auð-
vitað ekki unað og því verður Snæfríður að taka til sinna ráða hið snarasta ...
VOD
90
mín
Íslensk talsetning Útgefandi: Myndform
Teiknimynd
8. nóvember
Myndir mánaðarins
15