Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 11

The Spruces and the Pines – Billi blikk Ástin sigrar alltaf Um áraraðir hafa Spruce- og Pines-fjölskyldurnar eldað saman grátt silfur enda keppinautar á grenitrjáamarkaðinum sem nær hámarki á hverju ári þegar trén eru seld sem jólatré til þúsunda heimila. En hvað gerist þegar þau Rick úr Spruce-fjölskyldunni og Julie úr Pine-fjölskyldunni fella hugi saman og þora svo hvorugt að segja sínum nánustu frá sambandinu? The Spruces and the Pines er létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd og um leið jólaævintýri þar sem gleði, ást og húmor svífur yfir vötnum. Þau Julie Pine og Rick Spruce hafa verið saman um nokkurt skeið en haldið því leyndu fyrir fjöl- skyldum sínum, og þá sérstaklega feðrunum Dave Spruce og James Pine sem eru erkióvinir og myndu sennilega fara yfirum ef þeir kæmust að sambandinu. En auðvitað kemur að því að jafnvel þeir verða að horfast í augu við raunveruleikann! VOD 86 mín Aðalhlutv.: Jonna Walsh, Nick Ballard, Tom Kemp og Ken Cheeseman Leikstj.: John Stimpson Útgef.: Myndform Jólamynd/rómantík 1. nóvember Jonna Walsh og Nick Ballard leika aðalhlutverkin í myndinni, hin ástföngnu Julie og Nick. Ævintýri í Ástralíu Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjá- lenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar götur síðan notið vinsælda víða um heim. 5 Fyrstu teiknimyndirnar um Billa Blikk voru gerðar upp úr 1990 og leiddu til tölvuteiknaðrar bíó- myndar sem var frumsýnd 2017. Í kjölfarið var gerð ný teiknimyndaröð um Billa og vini og ævintýri þeirra og hafa fyrstu þrír hlutar hennar komið út á sjónvarpsleigunum að undanförnu. Og nú er komið að fimmta hlutanum 1. nóvember. VOD 96 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Billa Blikk og hina eldhressu félaga hans Útgefandi: Myndform Barnaefni 1. nóvember Myndir mánaðarins 11