Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 12
Héraðið
Ef enginn segir neitt – þá breytist ekkert
Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra
kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum.
Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur
erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Héraðið er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Gríms
Hákonarsonar en hann sendi síðast frá sér hina stórgóðu mynd Hrútar
sem hlaut ellefu Edduverðlaun, þ. á m. fyrir leikstjórn, handrit, besta
leik í aðal- og aukahlutverki karla og sem besta mynd ársins 2015, og
Un Certain Regard-verðlaunin í Cannes, sem eru sennilega virtustu
og mikilvægustu erlendu kvikmyndaverðlaun sem íslensk kvikmynd
hefur hlotið. Það er íslenska fyrirtækið Netop Films sem framleiðir
Héraðið í samvinnu við danskt (Profile Pictures), franskt (Haut et
Court) og þýskt (One Two Films) fyrirtæki, en síðasta mynd Netop
Films var hin vinsæla mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir
trénu, sem 50 þúsund manns sáu í bíó og hlaut fjölda verðlauna, þ.
á m. tólf Edduverðlaun, og varð framlag Íslands til Óskarsverðlauna.
Við viljum að sjálfsögðu hvetja kvikmyndaáhugafólk til að missa
ekki af Héraðinu þegar hún kemur út á VOD-leigunum 7. nóvember.
Héraðið
Drama
90
VOD
mín
Það er Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fer með aðalhlutverk myndarinnar,
en hún hefur leikið bæði í sjónvarpi, kvikmyndum, útvarpi og á sviði.
Arndís hefur einnig fengist m.a. við dagskrárgerð fyrir Rás 1 og starfað
sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn á sumrin. Þess má geta
til gamans að Arndís er systir tónlistarmannsins Högna sem starfar
m.a. með hljómsveitinni Hjaltalín og semur kvikmyndatónlist.
Aðalhlutverk: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson,
Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hannes Óli Ágústsson, Hinrik Ólafsson og
Edda Björg Eyjólfsdóttir Leikstjórn: Grímur Hákonarson
Útgefandi: Sena
7. nóvember
Punktar ....................................................
Aðalframleiðandi myndarinnar f.h. Netop Films var Grímar Jóns-
son og um kvikmyndatökuna sá Mart Taniel. Klipping var í höndum
Kristjáns Loðmfjörð, Valgeir Sigurðsson samdi tónlistina og um
leikmyndahönnun, búningahönnun og förðun/hár sáu Bjarni M.
Sigurbjörnsson, Margrét Einarsdóttir og Kristín Júlla Kristjánsdóttir.
l
HHHH „Kraftmikil kvikmyndaupplifun“ - Morgunblaðið, Brynja
Hjálmsdóttir.
HHHH „Arndís Hrönn Egilsdóttir er prímusmótorinn sem knýr
þessa öskureiðu mjaltavél áfram og fer alveg á kostum í hlutverki
Ingu.” - Fréttablaðið, Þórarinn Þórarinsson.
Sigurður Sigurjónsson leikur kaupfélagsstjórann Eyjólf í Héraðinu.
Veistu svarið?
Héraðið er þriðja bíómynd Gríms Hákonarsonar í fullri
lengd en hann gerði líka m.a. heimildarmyndirnar
Varði Goes Europe, Hreint hjarta og Little Moscow
auk nokkurra stuttmynda. En hver var hans fyrsta
bíómynd sem var frumsýnd 2010?
„Héraðið er einfaldlega kvikmynd sem allir verða að sjá, hvort sem
þeir búa í sveit eða borg.” - Bændablaðið, Tjörvi Bjarnason.
„Áhrifamikil saga um uppreisn.“ - Cineurope, Davide Abbatescianni:
Sumarlandið.
12
Myndir mánaðarins
„Sjónrænt sterk og eftirminnileg.” - Menningin RÚV, Heiða Jóhanns-
dóttir.
„Áhorfendavæn baráttusaga ... sem mætti vera lengri.“ - Screen,
Allan Hunter.