Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 33

Greta – Tappi mús Leikurinn er rétt að byrja Frances er ung stúlka sem dag einn finnur handtösku sem einhver hefur gleymt í sæti lestar. Í töskunni er sem betur fer að finna nafnskírteini eig- andans, Gretu Hideg, sem Frances ákveður í framhaldinu að finna og koma töskunni til. Hún gerir sér auðvitað enga grein fyrir að töskufundurinn er í raun lífshættuleg gildra sem hún er um það bil að fara að ganga í. Eigandi töskunnar, hin miðaldra Greta, virðist í fyrstu vera hin viðkunnanlegasta og svo fer að á milli hennar og Frances myndast ákveðinn vinskapur sem leiðir til þess að Frances fer að venja komur sínar á heimili hennar. Kvöld eitt rekst hún hins vegar á vísbendingar sem hringja öllum viðvörunarbjöllum – en kannski er það of seint? Punktar .................................................................. HHHH - Wrap HHH 1/2 - Observer HHH 1/2 - Slant HHH 1/2 - IndiWire HHH 1/2 - Playlist HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 -Screen HHH 1/2 -R. Stone HHH 1/2 -The Hollywood Reporter HHH 1/2 - Entertainment Weekly Óskarsverðlaunahafinn Neil Jordan á margar góðar myndir að baki og má segja að þær séu nær allar mjög góðar eða a.m.k. langt yfir meðallagi. Af þekkt- ustu myndum hans í gegnum árin má nefna The Company of Wolves, Mona Lisa, The Crying Game, Michael Collins, Inter- view with the Vampire, The End of the Affair, The Good Thief og Ondine. l 98 VOD mín Aðalhl.: Isabelle Huppert, Chloë Grace Moretz, Maika Monroe og Colm Feore Leikstjórn: Neil Jordan Útgefandi: Myndform Ráðgáta/tryllir 31. maí Nánast allir sem skrifað hafa um þessa mynd segja að hún sé frábærlega leikin af aðalleikkonunum Isabelle Huppert og Chloë Grace Moretz, og bjóði upp á mjög skemmtilegar og óvæntar fléttur. l Í fyrstu ná þær Frances og Greta ágæt- lega saman, en það á eftir að breytast. Chloë Grace Moretz og Isabelle Huppert í hlutverkum sínum í myndinni. Tappi mús Tölvuteiknuðu þættirnir um Tappa mús eru 8 mínútur á lengd og inniheldur hver þáttur sjálfstæða sögu um ævintýri hans og þeirra sem hann þekkir. Þessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höf- undinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella en þær hafa verið þýddar á meira en 30 tungumál á undan- förnum árum. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för. VOD 56 mín Teiknimyndir um Tappa mús, fjölskyldu hans og dagleg ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform Barnaefni 31. maí Myndir mánaðarins 33