Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 32
Men in Black
Í tilefni af því að fjórða Men in Black-myndin verður frumsýnd í bíóhúsum 14. júní, eins og lesa má
um hér hinum megin í blaðinu, verða fyrri myndirnar þrjár endurútgefnar á sjónvarpsleigunum
30. maí, bæði til upprifjunar fyrir alla gamla aðdáendur þessarar skemmtilegu kvikmyndaseríu
svo og þær kynslóðir sem vaxið hafa úr grasi á þeim 22 árum síðan fyrsta myndin var frumsýnd.
VOD
96
mín
30.
maí
Fyrsta Men in Black-myndin var frumsýnd
í júlí árið 1997 og sló hressilega í
gegn enda bæði frumleg og fyndin.
Þarna kynntust áhorfendur fyrst hinni
leynilegu MIB-sveit sem hafði það
verkefni með höndum að fylgjast með
öllum þeim aragrúa geimvera sem flutt
höfðu til Jarðar og bjuggu nú að meðal
grunlausra manna. Við og við átti ein
og ein af þessum geimverum það til að
vera með uppsteyt og þá kom til kasta
mannanna í svörtu að tukta þær til og
kippa málunum í liðinn – á sinn hátt.
32
Myndir mánaðarins
VOD
88
mín
30.
maí
Eftir 1997-myndina er óhætt að segja að
kvikmyndaáhugafólk hafi beðið spennt
eftir næstu mynd sem var svo loksins
frumsýnd fimm árum síðar, eða í júlí
2002. Þar þurftu þeir J og K (Will Smith og
Tommy Lee Jones) á ný að taka á honum
stóra sínum þegar hin öfluga Serleena
(Lara Flynn Boyle) kom til Jarðar ásamt
ófrýnilegu fylgdarliði sínu og hugðist
fara sínu fram. Til að byrja með vafði hún
J um fingur sér en auðvitað kom hann til
sjálfs sín að lokum og sendi hana aftur til
síns heima, dyggilega studdur af K.
VOD
106
mín
30.
maí
Það liðu síðan tæplega sjö ár þar til þriðja
Men in Black-myndin kom í bíó en hún
var frumsýnd í maí 2012 og sló báðum
fyrri myndunum við í vinsældum. Í þetta
sinn var aðalóvinurinn hinn illa innrætti
Boris the Animal sem hafði tekist að snúa
á MIB-sveitina með því að fara aftur í
tímann og myrða K svo hann setti honum
ekki stólinn fyrir dyrnar í framtíðinni. Eina
ráðið við þessu var að senda J enn aftar í
tímann og bjarga lífi K áður en Boris léti
til skarar skríða. Það tókst auðvitað, en
var engan veginn vandræðalaust.