Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 31

Mary Queen of Scots Baráttan um völdin Hin vandaða mynd Mary Queen of Scots eftir Josie Rourke kemur út á DVD 29. maí en í henni leika gæðaleikkonurnar Saoirse Ronan og Margot Robbie þær Maríu Stúart Skotadrottningu annars vegar og hins vegar Elísabetu 1. Englandsdrottningu, en þær háðu afdrifaríka baráttu um völdin yfir Bretlandseyjum um miðja sextándu öld. Myndin er byggð á bókinni Queen of Scots: The True Life of Mary Stuart eftir John Guy sem kom út árið 2004 og lýsti eins og titilinn ber með sér fyrst og fremst lífi Maríu Stúart sem var fædd árið 1542 og var réttborin drottning Skota. Hún ólst þó að mestu upp í Frakklandi þar sem hún giftist aðeins sextán ára að aldri verðandi konungi Frakka, Frans 2., sem tók nokkrum mánuðum síðar við konungdóminum og lést svo nokkrum mánuðum eftir það. Átján ára að aldri var María því bæði orðin ekkja og drottning Frakklands auk þess að vera eins og áður segir réttborin drottning Skota. Á þessum tíma gerðu bæði Frakkar og Englendingar tilkall til yfirráða í Skotlandi og lögðu Frakkar hart að Maríu að taka undir kröfur þeirra. Það vildi hún hins vegar ekki gera og ákvað að fara frekar til Skotlands og taka þar við völdum sem drottning Skota. Hún giftist aftur en varð ekkja skömmu síðar í annað sinn þegar eiginmaður hennar var myrtur. Í hönd fóru róstusamir tímar þar sem einkalíf Maríu var á milli tannanna á fólki. Þegar María ákvað svo að gera tilkall til ensku krúnunnar hófst mögnuð barátta milli hennar og frænku hennar, Elísabetar 1. Englandsdrottningar. Mary Queen of Scots Drama / Sannsögulegt DVD 124 Saoirse Ronan leikur Maríu Stúart Skotadrottningu sem aðeins rúm- lega tvítug að aldri var orðin tvöföld ekkja og drottning tveggja landa. mín Aðalhlutverk: Saoirse Ronan, Margot Robbie, Jack Lowden, Joe Alwyn, David Tennant, Guy Pearce, Gemma Chan, Martin Compston, Ismael Cruz Córdova og Ian Hart Leikstjórn: Josie Rourke Útgefandi: Myndform Punktar .................................................... HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - Playlist HHHH 1/2 - Entert. W. HHHH - The Observer HHHH - Telegraph HHHH - Empire HHHH - Guardian HHH 1/2 - Time HHH 1/2 - Rolling Stone 29. maí Þótt bókin sem myndin byggist á þyki vandað verk deila sagn- fræðingar um hvort þær María Stúart og Elísabet 1. hafi í raun og veru hist augliti til auglits. Engin áþreifanleg gögn eða heimildir eru til um slíkan fund en um það og fleiri sagnfræðileg álitaefni sem varða trúverðugleika sögunnar má að sjálfsögðu lesa á netinu. l Veistu svarið? Þetta er í fyrsta sinn sem þær Saoirse Ronan og Margot Robbie leika hvor á móti annarri og þykja þær báðar sýna stórleik í hlutverkum sínum og samleik. Þær eiga það líka sameiginlegt að bera millinöfn sem eru þó sjaldan notuð. Hver eru þau? Margot Robbie leikur Elísabetu 1. Englandsdrottningu sem var síður en svo tilbúin til að afsala sér völdum til Maríu Stúart. Þær heita fullu nafni Margot Elise Robbie og Saoirse Una Ronan. Myndir mánaðarins 31