Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 30
The Upside
Ekkert verður eins og áður ...
Eftir að smáglæpamanninum Dell Scott er sleppt úr fangelsi á
skilorði þarf hann að sýna fram á að hann sé að leita sér að
vinnu til að eiga ekki á hættu að vera settur inn aftur. Sú
viðleitni landar honum starfi hjá auðkýfingnum Philip Lacasse
sem þarf á umönnun að halda þar sem hann er lamaður.
Vandamálið er að Dell hefur hvorki menntunina til að sinna
þessu starfi né nokkra hæfileika til þess heldur - eða hvað?
The Upside er bandarísk endurgerð hinnar vinsælu frönsku myndar
Untouchable sem sló m.a. í gegn hér á landi og varð ein vinsælasta
mynd ársins 2012. Þar voru það þeir François Cluzet og Omar Sy
sem fóru með aðalhlutverkin en í þetta sinn eru það þeir Bryan
Cranston og Kevin Hart sem túlka þessa tvo menn sem eru algjörar
andstæður að öllu leyti – eða það hefði maður a.m.k. haldið fyrir-
fram. Það óvænta gerist hins vegar að á milli þeirra byrjar að þróast
innilegt vinasamband sem á eftir að gera líf þeirra beggja betra því
báðir hafa þeir af miklu að miðla þótt lífshlaup þeirra hafi verið ólík
fram að þeim tímapunkti þegar þeir hittast í fyrsta skipti ...
The Upside
Gamandrama
DVD
126
VOD
Kevin Hart leikur smáglæpamanninn Dell Scott sem auðmaðurinn
Philip Lacasse ræður í sína þjónustu, en hann er lamaður eftir að
hafa lent í svifdrekaslysi þar sem eiginkona hans lét lífið.
mín
Aðalhlutverk: Bryan Cranston, Kevin Hart, Nicole Kidman, Julianna
Margulies, Tate Donovan, Golshifteh Farahani, Aja Naomi King,
Genevieve Angelson og Suzanne Savoy Leikstjórn: Neil Burger
Útgefandi: Myndform
29. maí
Punktar ....................................................
HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - S.F. Chronicle HHH 1/2 - Screen
HHH 1/2 - H. Reporter HHH - N.Y. Post HHH - Boston Globe
HHH - Empire HHH - N.Y. Times HHH - Guardian HHH - E.W.
Eins og margir vita þá er sagan í The Upside byggð á sannri sögu
þeirra Philippes Pozzo di Borgo og Abdels Sellou sem m.a. var gerð
skil í heimildarmyndinni La vie comme un roman: A la vie, à la mort
eftir Isabelle Cottenceau og Jean-Pierre Devillers árið 2003.
l
Nicole Kidman leikur aðstoðarkonu Philips, Yvonne Pendleton.
Veistu svarið?
Nicole Kidman bætti fjöður í sinn hatt þegar The
Upside og önnur þekkt mynd sem hún leikur í lentu
í toppsætunum tveimur yfir mest sóttu myndirnar á
frumsýningarhelgi The Upside 11.-13. janúar í Banda-
ríkjunum, en slíkt gerist sjaldan. Hver var hin myndin?
Aquaman.
30
Myndir mánaðarins