Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 29

The Favourite Hver er drottningin? The Favourite gerist á valdatíma Önnu Englandsdrottningar (1702–1714) og hefst árið 1708 þegar stríð Englendinga og Frakka stóð sem hæst. Hér er blandað saman sannsögulegum atburðum og flugbeittum húmor (sem verður nokkuð svartur á köflum) og útkoman er einstök mynd í alla staði sem kvik- myndaáhugafólk ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara. Anna drottning var alla tíð frekar heilsulítil og hafði mun meiri áhuga á eigin hugðarefnum en stjórnmálum. Það reyndu ýmsir að nýta sér, þ. á m. hennar hægri hönd, Sarah Churchill, hertogaynja af Marlborough, sem einnig var ástkona hennar. En þegar frænka Söruh, hin smánaða barónessa Abigail Masham, kemur til hirðar- innar í atvinnuleit hefst valdabarátta sem á eftir að breyta öllu ... Leikkonurnar þrjár sem fara með aðalhlutverkin í The Favourite, Rachel Weisz, Olivia Colman og Emma Stone, hafa allar verið margverðlaun- aðar fyrir leik sinn sem þær Lady Sarah, Anna drottning og Abigail. The Favourite Punktar .................................................... Gamandrama 119 VOD mín Aðalhlutverk: Olivia Colman, Emma Stone, Rachel Weisz, Nicholas Hoult, Joe Alwyn, Mark Gatiss, James Smith og Jenny Rainsford Leikstjórn: Yorgos Lanthimos Útgefendur: Síminn og Vodafone 28. maí HHHHH - Total Film HHHHH - CineVue HHHHH - C. Tribune HHHHH - N.Y. TimesHHHHH - L.A. Times HHHHH - R. Stone HHHHH - Screen HHHHH - H. Reporter HHHHH - Playlist HHHHH - N.Y. TimesHHHHH - L.A. Times HHHHH - R. Stone HHHHH - N.Y. Post HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH 1/2 - Variety HHHHH - RogerEbert.com HHHH 1/2 - E. W. HHHH - Empire The Favourite er með 9,0 í meðaleinkunn á Metacritic frá 53 gagn- rýnendum en slíkum toppárangri þar ná ekki margar myndir. l Myndin er einhver mest verðlaunaða mynd ársins og var tilnefnd til 5 Golden Globe-verðlauna, 12 BAFTA-verðlauna og 10 Óskarsverð- launa. Í öllum tilfellum hreppti Olivia Coleman verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna, enda frábær í hlutverki Önnu drottningar. l Frá upptökum á einu atriði myndarinnar. Emma Stone og gríski leikstjórinn Yorgos Lanthimos ræða málin. Veistu svarið? The Favourite er sjöunda mynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos og um leið þriðja myndin sem hann gerir á ensku. Tvær þær fyrri, sem frumsýndar voru 2015 og 2017, vöktu mikla athygli og voru einnig margverðlaunaðar. Hvað heita þær? Öll sviðsetning myndarinnar, búningar og förðun er fyrsta flokks. The Lobster og The Killing of a Sacred Deer. Myndir mánaðarins 29