Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 28

Oggy og kakkalakkarnir Köttur og kakkalakkar Kötturinn Oggy er alveg einstaklega uppá- tækjasamur og víðförull en glímir við það vandamál að honum fylgja þrír kakkalakkar sem eiga það til að gera honum lífið leitt. Teiknimyndirnar um Oggy og kakkalakkana eru eftir þá Jean-Yves Raimbaud og Marc Du Pontavice og hófu göngu sína í sjónvarpi árið 1998. Þetta eru 10 mínútna eldfjörugir þættir þar sem Oggy lendir í ótrúlegustu ævintýrum ásamt félögum sínum sem eru hver öðrum lit- ríkari auk þess sem kakkalakkarnir þrír eru aldrei langt undan. Þættirnir innihalda ekkert talmál en mjög fyndin leikhljóð sem allir skilja. VOD 80 mín Teiknimyndasyrpa þar sem Oggy og félagar fara á kostum í mörgum ævintýrum Útgefandi: Myndform Barnaefni 24. maí Það er eins og Lisa Bonet sé hér í sannkölluðum tröllaselskap þar sem hún stendur á milli eigin- manns síns, Jasons Momoa, og danska leikarans Nikolajs Coster-Waldau. Við vitum ekki tilefnið. 28 Myndir mánaðarins Leik- og vinkonurnar Charlize Theron og Jamie Lee Curtis stilltu sér upp fyrir myndatöku þegar þær hittust á Cinema Con-ráðstefnunni sem haldin var í Caesars Palace í Los Angeles 2. apríl. Sama gerðu þau David Harbour og Olivia Wilde sem mætt voru á Cinema Con til að kynna myndir sínar, Hellboy sem David leikur titilhlut- verkið í og Booksmart sem Olivia leikstýrir.