Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 27
One Nation, One King – Matters of the Heart
Allt fyrir frelsið
One Nation, One King (Un peuple et son roi) er sögulegt skáldverk sem gerist
í Frönsku byltingunni á árunum 1789–1793. Örlög almúgakarla og kvenna
og sögufrægra persóna eins og t.d. Robespierres, Marats, Desmoulins og
Dantons fléttast saman í aðdraganda byltingarinnar en þungamiðja sög-
unnar eru afdrif konungsins, Lúðvíks 16., og stofnun franska lýðveldisins.
Þeir sem hafa gaman af sögulegum kvikmyndastórvirkjum ættu að kíkja á þessa
mynd þar sem margir af þekktustu leikurum Frakka eru samankomnir undir stjórn
leikstjórans og handritshöfundar myndarinnar Pierres Schoeller. Hann fer þá leið
hér að sýna aðdraganda og fyrstu ár Frönsku byltingarinnar frá mjög víðu sjónar-
horni þar sem áhorfendur kynnast ekki bara fólki og þátttakendum af öllum stigum
og stéttum þjóðfélagsins heldur og kjörum þeirra og daglegu lífi mitt í allri ringul-
reiðinni sem fylgdi þessari sögulegu byltingu – sem gjörbreytti síðan allri Evrópu.
Punktar ..................................................................
Myndin, sem var opnunarmynd Frönsku
kvikmyndahátíðarinnar í febrúar þar sem
hún var nefnd Lýðurinn og konungur
hans, naut mikilla vinsælda í kvikmynda-
húsum í Frakklandi og var tilnefnd til
tvennra César-verðlauna, fyrir búninga-
hönnun og sviðsetningu, en hún var að
miklu leyti tekin upp á þeim stöðum sem
hún gerist á, bæði í París og úti á landi.
l
121
VOD
mín
Aðalhlutverk: Gaspard Ulliel, Adele Haenel, Olivier Gourmet
og Laurent Lafitte Leikstjórn: Pierre Schoeller Útg.: Myndform
24. maí
Sannsögulegt
Þetta er þriðja mynd franska leikstjórans
og handritshöfundarins Pierres Schoeller
sem gerði einnig myndirnar Versailles
árið 2008 og hina margverðlaunuðu The
Minister (L’exercice de l’État) árið 2011.
l
Konungurinn þegar byltingin hófst,
Lúðvík 16., er leikinn af Laurent Lafitte.
Gallinn í sögunni
Við fyrstu sýn virðist Will hinn mesti lukkunnar pamfíll. Hann er vel kvænt-
ur hinni röggsömu Catherine, á ungan og efnilegan son, rekur sitt eigið
verkfræðifyrirtæki og stendur til boða að sameina það öðru fyrirtæki sem
myndi tryggja alla fjárhagslega framtíð hans. En það er samt eitthvað að.
Það má segja að Matters of the Heart tilheyri kvikmyndaflokki sem á ensku er oft
kallaður „Slice of life“. Í þann flokk fara raunsannar sögur af venjulegu fólki í hvers-
dagslegum aðstæðum eins og Will sem er arkitekt að mennt og hefur komið ár
sinni vel fyrir borð – eða svo virðist vera. Þegar honum býðst að sameina sitt fyrirtæki
öðru sem myndi tryggja fjölskyldu hans örugga framtíð, eiginkonu hans til mikillar
ánægju, renna þó á hann tvær grímur. Þegar hann síðan hittir hina brosmildu Kate
fer hann að gera sér ljóst hver gallinn við líf hans er og hvernig hann lagar hann ...
VOD
101
mín
Aðalhlutv.: Patrick Wilson, Amy Smart, Lynn Collins og
Rashida Jones Leikstj.: Tracey Hecht Útg.: Myndform
Drama/rómantík
24. maí
Það er Patrick Wilson sem leikur arkitektinn Will sem áttar sig á því þegar hann
hittir hina brosmildu og lífsglöðu Kate (Lynn Collins) hvað vantar inn í líf hans.
Myndir mánaðarins
27