Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 26
Fighting with My Family
Þú verður að hafa neistann!
Sönn saga glímudrottningarinnar Sarayu-Jade Bevis sem und-
ir sviðsnafninu Britani Knight (síðar Paige) hóf atvinnuferil í
glímu þrettán ára gömul og vann sig upp í bandarísku WWE-
atvinnumannaglímuna þar sem hún varð aðeins 21 árs að aldri
yngsta konan til að vinna svokallaða Divas-glímukeppni.
Þessi merka saga sem hér er sögð á gamansaman hátt sækir efnið
að stórum hluta í samnefnda heimildarmynd frá árinu 2012 um
bresku Bevis-fjölskylduna, en allir fimm fjölskyldumeðlimirnir voru
atvinnumenn í fjölbragðaglímu. Myndin er framleidd af Dwayne
Johnson sem leikur einnig sjálfan sig í henni en hann þekkir fjöl-
skylduna vel og hvatti þau til dáða á sínum tíma enda sjálfur einn
þekktasti fjölbragðaglímumeistari sögunnar eins og mjög margir
vita. Til liðs við sig fékk hann grínistann Stephen Merchant sem
skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, en Stephen er einna
þekktastur sem samstarfsmaður Rickys Gervais og bæði skrifaði,
lék í og leikstýrði Office- og Extras-þáttunum kostulegu. Við förum
ekki nánar út í söguþráð Fighting with My Family hér en lofum því
að um er að ræða frábæra mynd sem veldur engum vonbrigðum.
Fighting with My Family
Sannsögulegt / Gamanmynd
DVD
VOD
Sarayu-Jade Bevis, eða Paige eins og hún er nefnd í myndinni,
er leikin af hinni 23 ára gömlu Florence Pugh sem vakti m.a. mikla
athygli fyrir frábæran leik í myndinni Lady Macbeth árið 2016 og
sem Charlie í bresku sjónvarpsþáttaröðinni The Little Drummer Girl.
108
mín
Aðalhlutverk: Florence Pugh, Jack Lowden, Dwayne Johnson, Nick
Frost, Vince Vaughn, Lena Headey, Stephen Merchant, Kim Matula og
Hannah Rae Leikstjórn: Stephen Merchant Útgefandi: Myndform
23. maí
Punktar ....................................................
HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - Observer HHHH - Screen
HHHH - N.Y. Times HHHH - Time Out HHHH - Telegraph
HHHH - Film Threat HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - R. Stone
HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - N.Y. Post
Myndin hefur eins og sést fengið fína dóma gagnrýnenda og er
með 7,6 í einkunn á Imdb.com og 93% „fresh“ á Rotten Tomatoes.
l
Veistu svarið?
Florence Pugh hefur á skömmum tíma orðið ein
eftirsóttasta leikkona Breta, en hún mun m.a. fara
með eitt af aðalhlutverkunum í Marvel-myndinni
væntanlegu Black Widow á móti Scarlett Johansson.
Hvert er hið raunverulega nafn svörtu ekkjunnar?
Stephen Merchant leikstjóri og handritshöfundur Fighting with My Fam-
ily og Dwayne Johnson sem framleiðir. Þeir leika líka báðir í myndinni.
Natasha Romanoff.
26
Myndir mánaðarins