Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 25

Journeyman – Yao Suma bardaga vinnur enginn Matty Burton er hnefaleikamaður sem á að baki farsælan feril en telur nú tíma til kominn að hætta þar sem hann er kominn á aldur. Hann samþykkir að berjast í síðasta sinn við öflugan mótherja þar sem miklir peningar eru í boði en fær þar á sig högg sem á eftir að gjörbreyta lífi hans til frambúðar. Journeyman er gríðarlega áhrifamikil og sannferðug mynd þar sem áhorfendum er veitt innsýn í líf fólks sem orðið hefur fyrir heilaskaða. Í tilfelli Mattys missir hann bæði minnið og ýmsa hæfileika sem heilbrigðu fólki finnst sjálfsagt að vera gætt og þarf að byrja upp á nýtt á margan hátt. Myndin þykir frábærlega gerð, hvernig sem á það er litið, er verulega vel leikin og situr lengi eftir í minningu áhorfenda ... Punktar .................................................................. HHHH - Time Out HHHH - Empire HHHH - CineVue HHHH - Telegraph HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Screen International HHH - The Guardian Journeyman er önnur mynd Paddys Considine sem leikstjóra og handrits- höfundar en þá fyrri, Tyrannosaur, sendi hann frá sér 2011 og hlaut hún m.a. BAFTA-verðlaunin sem besta byrjandaverk þess árs og Óháðu bresku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd ársins. l Paddy lagðist í mikla rannsóknar- vinnu fyrir gerð myndarinnar á afleið- ingum heilaskaða og kynnti sér náið bæði sjónarhorn þeirra sem hafa orðið fyrir slíkum skaða og þeirra nánustu auk þess að ræða við, lækna, sérfræð- inga og fólk á hinum ýmsu stofnunum sem sinna slíkum málum. l 159 VOD mín Aðalhl.: Paddy Considine, Jodie Whittaker, Paul Popplewell og Tony Pitts Leikstj.: Paddy Considine Útg.: Myndform 17. maí Drama Paddy Considine bæði skrifar handrit myndarinnar, leikstýrir henni og leikur aðalhlutverkið, boxarann Matty Burton. Langa leiðin heim Yao er þrettán ára senegalskur strákur sem dreymir um að fá einhvern tíma að hitta goðið sitt, franska leikarann Seydou Tall. Dag einn fær hann óvænt tækifæri til þess þegar Seydou kemur til Dakar til að árita bók sem hann skrifaði og ákveður að láta það sér ekki úr greipum ganga. VOD Gamandrama 103 mín 23. maí Yao er ljúfsár saga, fyndin og skemmtileg en með alvarlegum undirtóni. Þegar þeir Yao og Seydou hittast fyrst og Seydou áttar sig á að þessi ungi strákur lagði á sig 400 kílómetra leið til að hitta hann, peningalaus og svangur, fær hann áhuga á að vita meira um hann. Svo fer að Seydou ákveður að fresta öllum áritunum og fylgja þess í stað Yao aftur heim til sín. Sú ferð verður viðburðarík í meira lagi ekki síst vegna þess að um leið er Seydou í fyrsta sinn að heimsækja og uppgötva sínar eigin rætur ... Punktar ............................... Yao er þriðja mynd leikstjórans og hand- ritshöfundarins Philippes Godeau, en þær fyrri eru 11.6 frá árinu 2013 og Le dernier pour la route sem var frumsýnd 2009 og var m.a. til- nefnd til frönsku César-verðlaunanna sem besta mynd ársins og fyrir besta handritið. l Lionel Louis Basse og Omar Sy í hlut- verkum sínum sem þeir Yao og Seydou. Aðalhlutverk: Omar Sy, Lionel Louis Basse og Fatoumata Diawara Leikstjórn: Philippe Godeau Útgefandi: Sena Þeir Chris Hemsworth og Paul Rudd litu hressir út á kynningu á Avengers: Endgame í Los Angeles 14. apríl en voru um leið þöglir sem gröfin um hvað gerist í henni. Myndir mánaðarins 25