Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 24
Suspiria – Mía og ég
Gefðu allt í dansinn
Susie Bannion er bandarískur dansari sem kemur til Berlínar til að sækja
um danshlutverk hjá hinu virta dansstúdíói Helenu Markos. Þar heillar hún
einn helsta danshöfund heims, Madame Blanc, upp úr skónum og áður en
varir er hún orðin aðaldansari stúdíósins. En hér býr meira að baki en sýnist!
Suspiria er eftir ítalska leikstjórann Luca Guadagnino, en hann gerði m.a. verð-
launamyndina Call Me by Your Name sem var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna í
fyrra. Hér býður hann okkur inn í magnaða veröld sem er langt frá því að vera sú
sem hún sýnist í fyrstu og segir okkur sögu sem fer létt með að láta hárin rísa ...
Punktar ..................................................................
HHHHH - N.Y. Magazine HHHHH - Time Out HHHHH - Telegraph
HHHH 1/2 - The Verge HHHH 1/2 - The Playlist HHHH 1/2 - L.A. Times
HHHH 1/2 - N.Y. Post HHHH 1/2 - Vanity Fair HHHH - Screen Intern.
HHHH - CineVue HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Hollywood Reporter
Suspiria hefur eins og sést á stjörnu-
gjöfinni hér fyrir ofan hlotið afar góða
dóma og þeir eru ófáir sem telja hana á
meðal bestu mynda ársins 2018. Myndin
hefur enn fremur hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga, ekki síst fyrir magnaða
tónlist (Thom Yorke), klippingu, förðun,
kvikmyndatöku, og sviðsetningu.
l
152
VOD
mín
Aðalhl.: Tilda Swinton, Dakota Johnson, Chloë Grace Moretz
og Mia Goth Leikstjórn: Luca Guadagnino Útg.: Myndform
Tryllir
17. maí
Myndin er eins og margir vita endurgerð
samnefndrar myndar ítalska kvikmynda-
gerðarmannsins Darios Argento frá árinu
1977 sem einnig hlaut frábæra dóma og
margir kalla tímamótaverk, ekki síst hvað
varðar notkun lita og litasamsetninga.
l
Suspiria er listilega vel gerð mynd í alla
staði og þess ber að geta að á meðal
leikara í henni er íslenski dansarinn Halla
Þórðardóttir sem leikur hlutverk Masciu.
Mía og ég
Komdu með í ævintýralandið Sentópíu
Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna
þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í
gegnum gjöf frá föður sínum, sem var
uppfinningamaður, getur ferðast inn í
álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar
sem hún breytist sjálf í álfastelpu.
Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar
furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía
tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún
mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og
öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í
margs konar skemmtilegum ævintýrum.
VOD
69
mín
Teiknimyndir um hina 12 ára Míu sem ferðast inn í
ævintýralandið Sentópíu Útgefandi: Myndform
Barnaefni
24
Myndir mánaðarins
17. maí