Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 23
The Kid Who Would Be King
Búið ykkur undir átök
Einstaklega skemmtileg, fjörug, fyndin og viðburðarík ævintýra- og fjöl-
skyldumynd um hinn tólf ára Alex sem fyrir tilviljun finnur sverðið Excali-
bur og dregur það úr steininum. Um leið vekur hann hina illu norn Morgönu
til lífsins, en hún ætlar sér að komast yfir sverðið, hvað sem það kostar.
Eins og flestir sjá í hendi sér er sagan í The Kid Who Would Be King sótt í þjóðsöguna
um Artúr konung og riddara hringborðsins nema hún gerist í nútímanum. Alex
gerir sér í fyrstu hvorki grein fyrir töframætti sverðsins né hvað fundur þess boðar
en þegar Merlin seiðkarl birtist og upplýsir hann um það bregður Alex á það ráð
að fá nokkra skólafélaga sína í lið með sér. Þeir eru í fyrstu vantrúaðir á sögu Alex,
en það breytist snarlega þegar Morgana og hennar illa slekti mætir á svæðið ...
Punktar ..................................................................
HHHHH - Playlist HHHH - Empire HHHH - Screen HHHH - Total Film
HHHH - Film Threat HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - Slant HHH 1/2 - IGN
HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - Hollywood Reporter
The Kid Who Would Be King er önnur
mynd Joe Cornish sem leikstjóra en
sú fyrri var hin vinsæla mynd Attack
the Block sem kom út árið 2011.
l
Sá sem leikur hlutverk hins unga
Alex, Louis Ashbourne Serkis, er eins
og nafnið gefur vísbendingu um
sonur leikarans Andys Serkis og eigin-
konu hans, Lorraine Ashbourne.
l
120
VOD
mín
Aðalhl.: Louis Ashbourne Serkis, Denise Gough og Dean Chau-
moo Leikstj.: Joe Cornish Útgefandi: Síminn og Vodafone
Ævintýri
16. maí
Enska ofurfyrirsætan Naomi Campell verður 49
ára 22. maí og er alltaf jafn glæsileg og eftirsótt í
tískuheiminum. Hún var stödd í Lagos í Nígeríu
9. apríl þar sem hún sýndi m.a. þessa dragt.
Með stærstu hlutverk hinna fullorðnu
í myndinni, þ.e. Merlins seiðkarls og
hinnar illu Morgönu, fara Patrick
Stewart og Rebecca Ferguson.
l
Jennifer Lopez er nú að leika í myndinni Hustl-
ers eftir Lorene Scafaria og var þessi mynd
tekin af henni þegar hún smeygði sér í slopp
á milli atriða á settinu í New York 18. apríl.
Það verður enginn meira hissa en Alex
sjálfur þegar hann finnur og dregur
sverðið Excalibur úr steininum.
Anne Hathaway var á sama tíma, 18. apríl, hins
vegar stödd í London þar sem hún mætti í
viðtalsþátt Grahams Norton, vafalaust að hluta
til til að kynna nýjustu mynd sína, The Hustle.
Myndir mánaðarins
23