Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 22

Alita: Battle Angel Hvað er hún? Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis á ruslahaug ákveður hann að taka það með sér heim og reyna að kveikja á því á ný. Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja útlimi á vélmennið nefnir Ido það Alitu. Í ljós kemur að Alita man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki hún gegndi en uppgötvar fljótlega að hún býr yfir gríðarlega öflugri bar- dagatækni sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna. Alita: Battle Angel, sækir efniviðinn í samnefnd manga-teiknimyndablöð japanska rithöfundarins Yukito Kishiro sem komu út á tíunda áratug síðustu aldar og nutu mikilla vinsælda. Það eru þeir félagar James Cameron og Jon Landau (Titanic, Avatar) sem framleiða myndina og skrifaði James einnig handritið ásamt Laetu Kalogridis (Shutter Island, Terminator Genisys) og leikstjóra myndarinnar, Robert Rodriguez (Sin City, Machete). Útkoman er stór- skemmtileg ævintýra-, spennu- og hasarmynd og var ekkert til sparað við gerð hennar, síst af öllu hvað tölvubrellurnar varðar sem eru áberandi flottar og tilkomumiklar eins og sjá má í stiklunum ... Alita: Battle Angel Vísindaskáldsaga / Hasar DVD 122 VOD Christoph Waltz leikur tæknifræðinginn Ido sem finnur Alitu upp- haflega á ruslahaugum og gæðir hana nýju lífi. Alita er leikin af Rosu Salazar sem er einna best þekkt úr Maze Runner-myndunum. mín Aðalhlutverk: Rosa Salazar, Keean Johnson, Mahershala Ali, Jennifer Connelly, Christoph Waltz, Casper Van Dien, Eiza González, Lana Condor, Ed Skrein og Michelle Rodriguez Leikstjórn: Robert Rodriguez Útgefandi: Sena 16. maí Punktar .................................................... HHHH - Playlist HHHH - IndieWire HHHH -Los Angeles Times HHHH - CineVue HHHH - IGN HHH 1/2 - N.Y. Magazine HHH 1/2 - Slate HHH 1/2 - Film Threat HHH - The Guardian HHH - ReelViews HHH - Boston Globe HHH - Empire Í allt voru gefnar út níu sögur um Alitu og ævintýri hennar og var efnið í myndina sótt í fyrstu fjórar sögurnar. Gera má fastlega ráð fyrir að a.m.k. ein önnur mynd um ævintýri hennar verði gerð. l Þrátt fyrir fíngert útlitið býr Alita yfir ógnarkröftum. Veistu svarið? Að öllum öðrum ólöstuðum þá telja margir leikarann Keean Johnson stela hér senunni í hlutverki besta vinar Alitu, Hugo. Þetta er fyrsta bíómynd Keeans en hann mun fara með stórt hlutverk í næstu mynd stór- myndakóngsins Rolands Emmerich. Hvað heitir hún? Þeir James Cameron og Robert Rodriguez eru aðalmennirnir á bak við gerð myndarinnar. James framleiðir hana og Robert leikstýrir og þeir skrifuðu handritið í sameiningu ásamt Laetu Kalogridis. Midway. 22 Myndir mánaðarins