Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 34

Hefurðu séð þessar? Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum 34 Aquaman Spider-Man: Into the Spider... Bohemian Rhapsody Aquaman er sjötta myndin í hinum sameinaða ofurhetjuheimi DC-Comics á eftir Man of Steel, Batman v Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad, Wonder Woman og Justice League. Hér er um upprunasögu að ræða sem hefst þegar Arthur Curry kemst að því að í raun er hann hinn eini sanni konungur Atlantis. Teiknimyndin Spider-Man: Into the Spider- Verse er stórskemmtilegt hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-mynd- um þar sem aðalsöguhetjan Miles Moral- es telur sig hinn eina og sanna köngulóar- mann – en hefur rangt fyrir sér. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teikni- mynd ársins 2018. Í verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody er farið yfir feril hljómsveitarinnar Queen allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöf- undarins og eins besta rokksöngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Frábær mynd fyrir alla. Ævintýri Teiknimynd Sannsögulegt Grami göldrótti A Star Is Born Second Act Terry er unglingspiltur sem hefur alist upp hjá ömmu sinni í London þar sem hún rekur skemmtigarð. Dag einn gerast þau undur að Terry er fyrir töfra fluttur yfir í ævintýraheim þar sem hann fær það verkefni að bjarga prinsessu og stöðva hinn göldrótta Grama sem hefur bannað alla hamingju í veröldinni. Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama. Maya er komin á fimmtugsaldur og er föst í láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einka- rekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir tóman misskilning hálaunað starf. Teiknimynd Drama Gamanmynd Ben Is Back What Happened to Monday Bumblebee Ben Is Back er eftir leikstjórann, handrits- höfundinn og Óskarsverðlaunahafann Peter Hedges og segir frá ungum manni, Ben Burns, sem var bæði djúpt sokkinn og hætt kominn vegna eiturlyfjafíknar en reynir nú að fóta sig á ný eftir meðferð. Frábær mynd og áhrifarík með gæða- leikurum í aðalhlutverkum. What Happened to Monday gerist þegar yfirvöld hafa lagt blátt bann við því að fólk eignist fleiri en eitt barn. Allir þurfa að ganga með ökklabönd. Enn vita samt yfirvöld ekki af því að í húsi einu búa sjö systur, sjöburar, sem líta allar eins út og hafa komist af með því að þykjast vera ein og sama manneskjan. Bumblebee er sjötta Transformers-mynd- in en um leið forsaga seríunnar því hún gerist árið 1987, tuttugu árum áður en atburðirnir í fyrstu Transformers-mynd Michaels Bay, sem var fumsýnd árið 2007, áttu sér stað. Í þetta sinn snýst sagan um uppruna uppáhaldsvélmennis margra, hins gula og góða Bumblebees. Drama Gamandrama Ævintýri/hasar Fantastic Beasts: The Crimes ... Escape Room Vesalings elskendur Þegar galdramaðurinn og ógnvaldurinn Gellert Grindelwald sleppur úr haldi og byrjar að safna liði til að geta komið valdasjúkum áformum sínum í fram- kvæmd fær Albus Dumbledore Newt Scamander til að fara í málið ásamt vinum sínum því fyrirætlanir Gellerts verður að stöðva – hvað sem það kostar. Sex ungmenni sem þekkjast ekki inn- byrðis fá dag einn senda litla gestaþraut sem reynist innihalda boð um að mæta á ákveðinn stað og keppa þar um milljón dollara við að leysa aðra stærri þraut. Það sem þau vita ekki, og komast ekki að fyrr en of seint, er að nái þau ekki að leysa þrautina munu þau öll deyja. Vesalings elskendur er skemmtileg, róm- antísk og um leið launfyndin mynd um tvo bræður, þá Óskar og Magga, sem langar báða til að finna þá einu réttu en bera sig misjafnlega að við að láta drauma sína rætast. Björn Thors, Jóel Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Edda Björgvinsdóttir í aðalhlutverkum. Ævintýri Tryllir Gamandrama Holmes & Watson Juliet, Naked Widows Snjallasti spæjari allra tíma, Sherlock Holmes, og hinn sauðtryggi aðstoðar- maður hans, læknirinn Watson, fá hér til úrlausnar morð sem ekki er búið að fremja og að sjálfsögðu er það prófessor Moriarty, erkióvinur Holmes, sem hefur fundið upp á þeim óskunda. Leysa þeir Sherlock og Watson gátuna í tíma? Juliet, Naked er sérlega skemmtileg róm- antísk gamanmynd um Önnu Platt sem er orðin þreytt á unnusta sínum, Duncan, ekki síst vegna þráhyggju hans í garð tónlistarmannsins Tuckers Crowe. Þegar tilviljun verður til þess að þau Anna og Tucker hittast fer í gang stórskemmtileg atburðarás sem allir hafa gaman af. Þrjár konur sem urðu ekkjur þegar eigin- menn þeirra voru drepnir við ránstilraun sjá sæng sína uppreidda þegar glæpafor- inginn Jamal Manning krefur þær um milljónir dollara sem hann segir að eigin- menn þeirra hafi skuldað sér. En í stað þess að verða við kröfum Jamals ákveða konurnar að snúa vörn í sókn. Gamanmynd Gamanmynd Spennumynd Mortal Engines The Old Man & the Gun Eighth Grade Mortal Engines kemur úr smiðju Peters Jackson og er byggð á margverðlaunaðri bók breska rithöfundarins Philips Reeve, en hún kom út í íslenskri þýðingu síðast- liðið sumar undir heitinu Vítisvélar. Þetta er magnað framtíðarævintýri sem gerist eftir um þrjú þúsund ár og skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki. The Old Man & the Gun er lauslega byggð á sögu bankaræningjans Forrests Tucker sem var fyrst dæmdur í fangelsi 15 ára gamall en náði að flýja átján sinnum úr fangelsi í rúmlega 30 flóttatilraunum og tók ætíð strax upp sína fyrri uppáhalds- iðju, þ.e. bankarán – þangað til honum var stungið inn aftur. Síðasta vika grunnskólans er runnin upp og Kayla Day getur ekki beðið eftir skóla- slitunum svo hún geti byrjað að gleyma sem mestu af því sem gerðist síðasta vetur! Eighth Grade er ein mest verð- launaða mynd ársins 2018, ekki síst aðalleikkonan Elsie Fisher sem þykir algerlega frábær í hlutverki sínu. Spenna/hasar Gamandrama Gamandrama Lof mér að falla Stan & Ollie Instant Family Lof mér að falla eftir Baldvin Z, sem skrifaði einnig handritið ásamt Birgi Erni Steinars- syni, hefur hlotið einróma lof allra sem séð hafa enda afar vel gerð og leikin í alla staði og svo áhrifarík að bæði sagan og persónur hennar lifa með áhorfendum löngu eftir að myndinni lýkur. Mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það eru þeir John C. Reilly og Steve Coogan sem bregða sér hér í gervi þeirra Stans Laurel og Olivers Hardy og gera það á nánast fullkominn hátt. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir félagar koma til Bretlands eftir áralanga vist í Hollywood og ákveða að fara í sýningarferðalag um Bretlandseyjar. Þegar barnlausu hjónin Pete og Ellie sjá auglýsingu frá ættleiðingastofnun ákveða þau að skoða málið. Sú ákvörðun á eftir að vinda upp á sig þegar „skoð- unarferðin“ leiðir til þess að þau verða skyndilega foreldrar þriggja systkina sem eiga erfiða reynslu að baki. Nú þurfa þau að standa sig í foreldrahlutverkinu! Drama Sannsögulegt Gamandrama Myndir mánaðarins