Myndir mánaðarins MM Maí 2019 Bíóhluti | Page 24

After Ekkert verður aftur eins og áður Tessa er ung og ábyrg stúlka sem er nýbyrjuð í framhaldsskóla fjarri heimaslóðunum. Skömmu eftir að hafa komið sér fyrir á heimavistinni hittir hún Hardin Scott sem við fyrstu kynni virðist vera einn af þeim strákum sem Tessa ætti að halda sig fjarri. En þrátt fyrir framkomu hans er eitthvað við hann sem heillar Tessu og í gang fer atburðarás með afar óvæntri fléttu. After er byggð á samnefndri fyrstu bók rithöfundarins Önnu Todd sem skrifaði hana á sögusíðunni Wattpad.com á árinu 2013. Sagan, sem er svokölluð „fanfiction“, sótti innblásturinn í tónlist og texta hljómsveitarinnar One Direction og varð á skömmum tíma gríðar- lega vinsæl, svo vinsæl að hún kom út í prentuðu formi árið 2014 og varð fljótlega að metsölubók. Þetta er ástríðuþrungin saga um fyrstu ástina og hafa margir líkt efni hennar við nokkurs konar ungl- ingaútgáfu af 50 gráum skuggum. Eins og með Christian Grey í þeirri sögu reynist Hardin Scott ekki allur þar sem hann er séður, en hvort það boðar gott eða slæmt látum við áhorfendum eftir að uppgötva ... After Rómantík / Drama Ástralska leikkonan Josephine Langford sem leikur Tessu á ekki langan leikferil að baki en margir spá því að hún verði stórstjarna í framtíðinni. Þess má geta að hún er yngri systir Katherine Langford sem er einna þekktust fyrir að leika Hönnuh Baker í 13 Reasons Why og leikur m.a. einnig eitt aukahlutverkið í Avengers: Endgame. 95 mín Aðalhlutverk: Josephine Langford, Hero Fiennes Tiffin, Shane Paul McGhie, Samuel Larsen, Khadijha Red Thunder, Swen Temmel, Peter Gallagher, Selma Blair og Jennifer Beals Leikstjórn: Jenny Gage Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Selfossbíó, Eyjabíó og Ísafjarðarbíó Frumsýnd 17. maí Veistu svarið? Bandaríska leikkonan Jennifer Beals fer með veigamikið hlutverk í After, en óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn í sínu fyrsta aðalhlutverki árið 1983, þ.e. sem dansarinn Alex Owens í kvik- mynd eftir Adrian Lyne. Hvað heitir sú mynd? Myndir mánaðarins Þau Josephine Langford og Hero Fiennes Tiffin sem leika aðalhlut- verkin í After eru bæði fædd 1997, hún í ágúst og hann í nóvember. l Breski leikarinn Hero Fiennes Tiffin leikur Hardin Scott, en Hero hefur m.a. leikið í sjónvarpsþáttunum Cleaning Up og Safe og það muna vafalaust margir eftir honum í hlutverki Toms Riddle í Harry Potter and the Half-Blood Prince, en þá var Hero ellefu ára. Þess má geta að hann er sonur leikstjórans og framleiðandans Mörthu Fiennes og þar með systursonur Ralphs og Josephs Fiennes. Flashdance. 24 Punktar ....................................................