Eden
Allir þrá paradís
Eden er önnur mynd leikstjórans Snævars Sölvasonar en sú
fyrri, hin stórskemmtilega Albatross sem gerðist að miklu leyti
á golfvellinum í Bolungarvík, var frumsýnd árið 2015.
Sagan í Eden og handritið er einnig eftir Snævar en hér segir frá
parinu Lóu og Óliver sem hefur framfleytt sér með fíkniefnasölu
en dreymir um að skapa sér betra líf í framtíðinni. Þegar þau síðan
lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að leggja allt sitt
undir þrátt fyrir að það gæti kostað þau baráttu upp á líf og dauða.
Með aðalhlutverkin í myndinni fara Telma Huld Jóhannesdóttir,
sem hefur getið sér gott orð á leiksviðinu og í kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum á borð við Illsku, Webcam og Rétt, og Hansel Eagle,
en hann fór einmitt með aðalhlutverkið í fyrri mynd Snævars,
Albatross. Myndin skartar einnig leikurunum Arnari Jónssyni og
Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur en önnur hlutverk eru fyrst og
fremst skipuð ungum og upprennandi leikurum. Þar á meðal eru
Tinna Sverrisdóttir, Gunnar Marís, Blær Hinriksson, Valgeir Skag-
fjörð, Einar Viðar G. Thoroddsen, Hjalti P. Finnsson og Róbert Gísla-
son, sem er sonur Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar.
Eden verður frumsýnd 10. maí og hvetjum við að sjálfsögðu allt
íslenskt kvikmyndaáhugafólk til að skella sér á hana sem allra fyrst!
Eden
Drama / Spenna
87
mín
Aðalhlutverk: Telma Huld Jóhannesdóttir, Hansel Eagle, Arnar
Jónsson, Hjalti P. Finnsson, Gunnar Marís, Einar Viðar G. Thoroddsen,
Tinna Sverrisdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Leikstjórn:
Snævar Sölvason Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og
Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 10. maí
Með aðalhlutverkin í Eden, hlutverk þeirra Lóu og Ólivers,
fara þau Telma Huld Jóhannesdóttir og Hansel Eagle.
Punktar ....................................................
Myndin, sem var nánast öll tekin upp í Reykjavík, inniheldur kvik-
myndatónlist eftir Magnús Jóhann Ragnarsson en lagasmíðarnar
voru í höndum Þormóðs Eiríkssonar. Gott dæmi um samstarf þeirra
félaga má heyra í skemmtilegri stiklu myndarinnar þar sem hljóm-
arnir í fyrri hlutanum eru hugsmíð Magnúsar en rapplagið í þeim
seinni, sem er sungið af Ísak Sigurðssyni, er eftir Þormóð .
l
Veistu svarið?
Eins og komið er inn á í kynningunni hér gerðist
fyrsta mynd Snævars Sölvasonar, Albatross, að
mestu á golfvellinum í Bolungarvík og sagði frá
ævintýrum starfsmanna hans í blíðu og stríðu. En
hver lék þar vallarstjórann eitilharða, Kjartan?
Eden hefur verið lýst sem villtri blöndu af spennu og kómík.
Pálmi Gestsson.
16
Myndir mánaðarins