Hellboy
Með illu skal illt út reka
Anung Un Rama, öðru nafni Hellboy, er að hálfu leyti djöfull
og að hálfu leyti mennskur, alinn upp af prófessor Trevor
Bruttenholm og starfar fyrir B.P.R.D. (Bureau for Paranormal
Research and Defense) að því að uppræta ýmis ill öfl sem ógna
mannkyninu. Þótt hann líti út eins og djöfull og sé með horn
hala og klaufir, er hjarta hans mennskt og slær fyrir réttlæti.
Hellboy er einnig rammur að afli, ónæmur fyrir sjúkdómum og
gæddur yfirnáttúrulegum hæfileikum til að lækna og græða líkama
sinn af öllum sárum sem hann hlýtur, bæði fljótt og vel. Hægri hönd
hans er úr grjóti og þeir eru ekki margir sem þurfa meira en eitt
högg frá henni til að hverfa endanlega yfir til forfeðra sinna.
Sagan hefst reyndar löngu áður en Hellboy fæðist, þ.e. þegar Artúr
konungur stöðvar blóðdrottninguna Nimue og hennar illu áform
um að leggja banvæn álög á þegna hans. En þótt Artúr hafi síðan
bútað Nimue í sundur með sverðinu Excalibur og falið líkamsleifar
hennar víða um England hefur sú hætta ávallt verið fyrir hendi að
einhver óvætturinn nái að vekja hana til lífsins á ný. Sú stund er ein-
mitt runnin upp núna og þar með fær Hellboy nóg að gera!
Hellboy
Ofurhetjur / Hasar / Ævintýri
120
mín
Aðalhlutverk: David Harbour, Milla Jovovich, Ian McShane, Sasha
Lane, Daniel Dae Kim, Thomas Haden Church, Penelope Mitchell,
Sophie Okonedo og Brian Gleeson Leikstjórn: Neil Marshall
Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík,
Selfossbíó, Eyjabíó og Ísafjarðarbíó
Frumsýnd 10. maí
Anung Un Rama, eða Hellboy öðru nafni, er leikinn af David Harbour.
Punktar ....................................................
l Hellboy er í leikstjórn Neils Marshall (Dog Soldiers, Centurion, Dooms-
day) sem tók við taumunum úr hendi Guillermos del Toro en hann gerði
eins og kunnugt er Hellboy-myndirnar tvær árin 2004 og 2008 með Ron
Perlman í titilhlutverkinu. Átti þessi mynd upphaflega að verða þriðja
myndin í þeirri seríu en frá því var fallið árið 2014 og ákveðið að byrja
upp á nýtt, í þetta sinn með David Harbour í aðalhlutverki. Um uppruna-
sögu er því að ræða, a.m.k. til að byrja með, en annars sækir myndin
efnið í sögurnar, eða öllu heldur söguseríurnar Darkness Calls, The Wild
Hunt og The Storm and the Fury sem komu út á árunum 2007–2010.
Milla Jovovich leikur Nimue, eða Blóðdrottninguna, sem á harma
að hefna og ætlar sér að leiða miklar hörmungar yfir mannkynið.
Veistu svarið?
David Harbour, sem leikur Hellboy, hefur leikið í
ýmsum myndum, en er samt einna þekktastur fyrir
að leika Jim Hopper í vinsælli sjónvarpsseríu og
hlaut m.a. tilnefningu til Golden Globe-verðlauna
fyrir það hlutverk. Hvaða sjónvarpsseríu?
Ian McShane leikur skrímslabanann prófessor Broom, eða Trevor Brutt-
enholm, en hann er einnig fóstur- og uppeldisfaðir Anungs Un Rama.
Stranger Things.
Myndir mánaðarins
15