Polaroid
Ekki smella af
Menntaskólaneminn Bird Fisher starfar með skólanum í antík-
verslun þar sem hún rekst dag einn á forláta polaroid-vél sem
enn virðist í fínu lagi. Bird byrjar að taka myndir af sjálfri sér
og skólafélögum sínum en ekki líður á löngu uns hún gerir sér
grein fyrir að þeim sem myndaðir eru með vélinni eru búin
hroðaleg örlög. Sú uppgötvun kemur hins vegar allt of seint.
Það svífur ótti og skelfing yfir vötnunum í spennutryllinum Polaroid
enda komast þeir sem hafa verið myndaðir með vélinni að því að
þeir eru sennilega dauðadæmdir finni þeir ekki leið til að koma
böndum á mátt vélarinnar. Tilraunir til að eyðileggja myndirnar
skapa bara enn meiri skelfingu því það sem kemur fyrir þær kemur
einnig fyrir þá sem eru á þeim og myndavélina sjálfa er ekki heldur
hægt að eyðileggja. Góð ráð verða því dýr en í æsilegu kapphlaupi
við tímann áttar Bird sig á því að e.t.v. liggur lausnin í fortíðinni ...
Polaroid
Kathryn Prescott leikur menntaskólanemann Bird Fitcher sem finnur
gamla polaroid-myndavél og gerir sér auðvitað enga grein fyrir því
í fyrstu að hver sá sem hún myndar mætir hræðilegum örlögum.
Tryllir
88
mín
Aðalhlutverk: Kathryn Prescott, Tyler Young, Samantha Logan, Mitch
Pileggi, Keenan Tracey, Priscilla Quintana, Katie Stevens, Davi Santos,
Shauna Macdonald og Javier Botet Leikstjórn: Lars Klevberg
Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 3. maí
Punktar ....................................................
Höfundur Polaroid er norski leikstjórinn Lars Klevberg og er
myndin byggð á samnefndri stuttmynd hans frá árinu 2015 sem
vakti víða verulega athygli enda verulega vel gerð í alla staði.
l
Polaroid-myndavélar komu fyrst á markað árið 1947 og þóttu
mikil undratæki enda framkölluðu þær myndirnar sjálfar á aðeins
nokkrum mínútum eftir að þær voru teknar. Vélarnar nutu mikilla
vinsælda næstu áratugi og þess má geta að sú sem Bird finnur í
myndinni er af gerðinni Polaroid SX-70 sem framleidd var árið 1972.
l
Mitch Pileggi leikur lögreglumanninn Pembroke sem í fyrstu er van-
trúaður á ofurmátt myndavélarinnar en á eftir að skipta um skoðun.
Veistu svarið?
Eins og kemur fram hér í kynningunni er Polaroid
eftir norska leikstjórann Lars Klevberg. Hann mun
næst senda frá sér endurgerð myndarinnar Child’s
Play frá árinu 1988, en í henni má segja að skelfileg
dúkka eigi sviðið. Hvað heitir sú fræga dúkka?
Þessi myndataka af nokkrum félögum Bird á góðri stundu á eftir að
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þau öll. Priscilla Quintana, Samantha
Logan, Keenan Tracey og Tyler Young í hlutverkum sínum í myndinni.
Chucky.
14
Myndir mánaðarins