Dúmbó
Fljúgðu Dúmbó, fljúgðu
Þegar lítill fíll fæðist í fjölleikahúsi telur eigandi þess sam-
stundis að hann sé vanskapaður því hann hefur svo stór eyru.
Það á hins vegar eftir að koma í ljós að þessi risastóru eyru gera
Dúmbó litla kleift að verða fyrsti fíll í heimi sem getur flogið.
Það þekkja auðvitað margir ævintýrið um fljúgandi fílinn Dúmbó en
hinir einstöku flughæfileikar hans eiga fljótlega eftir að verða mikil
lyftistöng fyrir fjölleikahúsið og laða að fleiri áhorfendur en nokkru
sinni fyrr. Um leið vekur hann auðvitað athygli gráðugra manna sem
einsetja sér að eignast hann með öllum þeim ráðum sem til duga ...
Myndinni er leikstýrt af Tim Burton og er eins og aðrar endurgerðir
Disney undanfarin ár á eldri teiknimyndum fyrirtækisins einstaklega
skemmtileg blanda af leiknum og tölvuteiknuðum atriðum og um
leið kjörin bíóupplifun og skemmtun fyrir áhorfendur á öllum aldri.
Dúmbó
Colin Farrell, Nico Parker og Finley Hobbins í hlutverkum sínum í
myndinni. Fyrir þá sem kannast við svipinn á Nico má geta þess
að hún er nauðalík móður sinni, leikkonunni Thandie Newton.
Ævintýri / Fjölskyldumynd
130
mín
Aðalhlutverk: Colin Farrell, Eva Green, Michael Keaton, Danny DeVito,
Nico Parker, Finley Hobbins, Alan Arkin, Lucy DeVito og Joseph Gatt
Leikstjórn: Tim Burton Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll,
Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó,
Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 29. mars
Punktar ....................................................
Þessi nýja mynd um litla fílinn Dúmbó sækir að
sjálfsögðu innblásturinn í samnefnda og geysivin-
sæla teiknimynd Walts Disney frá árinu 1941 sem
var aftur byggð á barnabók Helenar Aberson og
Harolds Pearl. Þess ber þó að geta að sagan í mynd-
inni hefur tekið nokkrum breytingum frá uppruna-
legu teiknimyndarútgáfunni, aðallega hvað varðar
aukinn þátt mannlegu persónanna í ævintýrinu.
l
Michael Keaton leikur hinn gíruga Vandevere sem sér mikil gróða-
tækifæri í Dúmbó og Danny DeVito leikur eiganda fjölleikahússins.
22
Myndir mánaðarins