Myndir mánaðarins MM Mars 2019 Bíóhluti | Page 21

Ástríkur og leyndardómur töfradrykkjarins Leitin að seiðkarlinum Eftir að Sjóðríkur dettur niður úr tré og fótbrotnar þar sem hann var að ná í mistiltein með hinni gullnu sigð tilkynnir hann bæjarbúum að það sé tími til kominn fyrir hann að draga sig í hlé og að finna þurfi yngri seiðkarl til að elda töfradrykkinn sem komið hefur í veg fyrir að Rómverjar hertaki Gaulverjabæ. Að sjálfsögðu þurfa þeir Ástríkur og Steinríkur að fara í málið. Ástríkur og leyndardómur töfradrykkjarins er eftir þá sömu og gerðu síðustu Ástríks-mynd, hina þrælskemmtilegu Ástríkur á Goðabakka, sem var frumsýnd fyrir fjórum árum. Munurinn er sá að á meðan sú mynd var gerð eftir einni af sögum þeirra Renés Goscinny og Alberts Uderzo þá er þetta ný saga eftir Alexandre Astier sem einnig skrifaði handritið og leikstýrir ásamt Louis Clichy. Myndin hefur hlotið afar góða dóma og mikla aðsókn í heimalandinu, enda þykir hún í sérflokki sem einstaklega fyndin fjölskylduskemmtun. Ástríkur og leyndardómur töfradrykkjarins Teiknimynd 104 mín Íslensk talsetning: Sigurður Sigurjónsson, Þórhallur Sigursson (Laddi), Jóhann Sigurðarson, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon, Örn Árnason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Orri Huginn Ágústsson, Elísabet Ormslev, Ævar Þór Benediktsson, Íris Tanja Flygenring, Viktor Már Bjarnason, Einar Örn Einarsson, Magnús Ólafsson, Selma Rún Rúnarsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Bjarki Kristjánsson Leikstjórn: Sigurður Árni Ólason Þýðandi: Oddný Sen Talsetning: Myndform ehf. Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 22. mars Myndir mánaðarins 21