Myndir mánaðarins MM Mars 2019 Bíóhluti | Page 20

Us Ný mynd, ný martröð Wilson-hjónin Gabe og Adelaide eru í fríi og á leið í afslöppun á ströndina ásamt börnum sínum tveimur, Zoru og Jason, þar sem þau ætla að hitta vini og taka því rólega í nokkra daga. Sú áætlun fer þó fyrir lítið þegar vægast sagt dularfullir tvífarar þeirra fara að gera þeim lífið leitt og breyta áætlun þeirra úr því að hafa það náðugt í æsispennandi baráttu fyrir lífinu. Allt frá því að leikstjórinn Jordan Peele, sem var á árum áður fyrst og fremst þekktur sem annar helmingur gríndúettsins Key and Peele, kom kvikmyndaheiminum á óvart með sinni fyrstu mynd sem leikstjóri, Get Out árið 2015, hefur kvikmyndaáhugafólk beðið spennt eftir að sjá upp á hvað hann myndi bjóða í sinni næstu mynd. Þann 22. mars fáum við svarið við því þegar Us verður frumsýnd en í henni fara þau fjögur sem leika Wilson-fjölskylduna með tvöfalt hlutverk því þau leika einnig hina dularfullu tvífara- fjölskyldu sína sem virðist staðráðin í að murka líftóruna úr fyrir- myndum sínum á hinn skelfilegasta hátt. Enginn veit hvaðan þessi illa útgáfa af Wilson-fjölskyldunni kemur og því síður hvað henni gengur til, en það má bóka að eftir að þau Gabe, Adelaide, Jason og Zora átta sig á alvöru málsins munu þau snúast til varnar ... Us Tryllir 120 mín Aðalhlutverk: Lupita Nyong’o, Winston Duke, Evan Alex, Shahadi Wright, Elisabeth Moss og Tim Heidecker Leikstjórn: Jordan Peele Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 22. mars Það sem byrjar sem tiltölulega afslöppuð strandferð Wilson-hjónanna Adelaide og Gabe og tveggja barna þeirra snýst upp í algera martröð þegar dularfullir tvífarar þeirra skjóta skyndilega upp kollinum. Punktar .................................................... Að sögn sótti Jordan Peele innblásturinn að Us í þekktar hroll- vekjur og trylla eins og The Shining, The Babadook, The Sixth Sense, A Tale of Two Sisters, Dead Again, Martyrs, The Birds og It Follows. l Þetta er í þriðja sinn sem þau Lupita Nyong’o og Winston Duke leika í sömu myndinni en þær fyrri voru Black Panther og Avengers: Infinity War. Þess má þó til gamans geta að þau hafa þekkst mun lengur eða allt frá því að þau voru bekkjarfélagar í Yale-háskóla. l Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í kynningunni og margir vissu sjálfsagt fyrir þá sendi Jordan Peele frá sér myndina Get Out árið 2015, en hún hlaut fjölda verðlauna, þ. á m. ein Óskarsverðlaun af fjórum tilnefningum. Fyrir hvað hlaut hún Óskarinn? Besta frumsamda handritið. 20 Myndir mánaðarins