Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 19
Alita: Battle Angel
Hvað er hún? Hvaðan kemur hún?
Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis á ruslahaug
ákveður hann að taka það með sér heim og reyna að kveikja á því á ný.
Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja útlimi á vélmennið nefnir Ido það
Alitu. Í ljós kemur að Alita man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki
hún gegndi en uppgötvar fljótlega að hún býr yfir gríðarlega öflugri bar-
dagatækni sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna.
Alita: Battle Angel er stórskemmtileg ævintýra-, spennu- og hasarmynd sem gerði
það gott í kvikmyndahúsum síðastliðinn vetur enda var ekkert til sparað við gerð
hennar, síst af öllu hvað tölvubrellurnar varðar sem eru áberandi tilkomumiklar ...
Punktar ..................................................................
HHHH - Playlist HHHH - IndieWire HHHH - L.A. Times HHHH - CineVue
HHHH - IGN HHH 1/2 - N.Y. Magazine HHH 1/2 - Slate HHH 1/2 - F. Threat
HHH - Guardian HHH - ReelViews HHH - Boston Globe HHH - Empire
Alita: Battle Angel, sækir efniviðinn í
samnefnd manga-teiknimyndablöð
japanska rithöfundarins Yukito Kis-
hiro sem komu út á tíunda áratug síð-
ustu aldar og nutu mikilla vinsælda. Í
allt voru gefnar út níu sögur um Alitu
og ævintýri hennar og var efnið í
myndina sótt í fyrstu fjórar sögurnar.
l
108
VOD
mín
Aðalhl.: Rosa Salazar, Jennifer Connelly og Christoph Waltz
Leikstj.: Robert Rodriguez Útgefandi: Síminn og Vodafone
Ævintýri
18. júlí
Naomi Watts sést hér mæta til leiks í spjallþátt
Stephens Colbert, The Late Show, í New York
19. júní, en hún leikur aðalhlutverkið í tveimur
myndum sem frumsýndar verða á næstunni í
Bandaríkjunum, Luce og The Boss Level.
Það eru þeir félagar James Cameron
og Jon Landau (Titanic, Avatar) sem
framleiða myndina og skrifaði James
einnig handritið ásamt Laetu Kalo-
gridis og leikstjóra myndarinnar,
Robert Rodriguez (Sin City, Machete).
l
Konunglegu hjónin Kate Middleton og William
prins brostu líka sínu blíðasta þar sem þau voru
mætt á Ascot-veðreiðarnar í bænum Ascot í
Berkskíri 18. júní og létu sig ekki muna um að
deila regnhlíf í votviðrinu sem þar gekk yfir.
James Cameron og Robert Rodriguez eru
aðalmennirnir á bak við gerð myndarinnar.
Samband þeirra Chris Pratt og Katherine
Schwarzenegger virðist ganga ljómandi vel en
þau hafa núna verið saman í heilt ár. Var þessari
mynd smellt af parinu 17. júní þar sem þau
voru mjög sennilega á leið í ræktina.
Myndir mánaðarins
19