Myndir mánaðarins MM Júlí 2019 DVD VOD BR | Page 18

Captain Marvel Hærra. Lengra. Hraðar. Upprunasaga ofurhetjunnar Ms. Marvel sem síðar var nefnd Captain Marvel og er að margra mati svalasta og kraftmesta ofurhetja Avengers-gengisins – og um leið ein mikilvægasta persónan í væntanlegum Marvel-ofurhetjumyndum. Já, það er ekki seinna vænna að kynna Carol Danvers til sögunnar í Marvel-ofurhetjuheiminum enda á hún væntanlega eftir að koma mikið við sögu í næstu myndum frá Marvel. Myndin gerist á tíunda áratug síðustu aldar þegar Carol, sem er fyrrverandi orrustuflugmaður í Bandaríkjaher, lendir ásamt félögum sínum og öðrum Jarðarbúum mitt á milli í stríði tveggja ógnvekjandi geimverutegunda sem berjast hatrammlega um alheimsyfirráð. Sú styrjöld hefði sennilega gert út af við lífið á jörðinni ef Carol hefði ekki borið gæfu til að öðlast þá ofurkrafta sem gerðu henni kleift að breyta sér í Captain Marvel og um leið í bjargvætt mannkynsins ... Captain Marvel Brie Larson leikur Captain Marvel sem heitir í raun fullu nafni Carol Susan Jane Danvers og var orrustuflugmaður í Bandaríkjaher áður en hún öðlaðist þá ofurkrafta sem breyttu henni í Captain Marvel. Ofurhetjur / Hasar VOD 124 mín Aðalhlutverk: Brie Larson, Samuel L. Jackson, Mckenna Grace, Jude Law, Gemma Chan, Ben Mendelsohn, Djimon Hounsou og Annette Bening Leikstjórn: Anna Boden og Ryan Fleck Útgefandi: Síminn og Vodafone 18. júlí Punktar .................................................... HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Verge HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - IGN HHHH - Rolling Stone HHHH - Empire HHHH - Telegraph Nick Fury, sem Samuel L. Jackson leikur hér sem fyrr, kemur mikið við sögu í Captain Marvel enda einn af kennurum Carol Danvers, en af því að myndin gerist fyrir a.m.k. 25 árum hefur hann verið yngd- ur upp með tölvutækni og þykir það hafa tekist frábærlega vel. l Eins og áður í Marvel-myndunum kemur Stan Lee fram í þessari í feluhlutverki, en Stan lést eins og kunnugt er í nóvember 2018 og er þetta þriðja síðasta Marvel-myndin sem hann kemur fram í. l Þessi kisa, Goose, kemur talsvert við sögu í myndinni og leynir á sér. Veistu svarið? Brie Larson fékk snemma áhuga á leiklist og hóf að leika á sviði sex ára gömul og síðar í fjöl- mörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. En fyrir leik í hvaða mynd hlaut hún bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlaunin 2016? Nick Fury (Samuel L. Jackson) kemur mikið við sögu í Captain Marvel og hefur verið yngdur upp um 25 ár enda gerist myndin árið 1995. Room. 18 Myndir mánaðarins