Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 29
Ronja ræningjadóttir – Overlord
Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi
Þessi 26 þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók
Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô
Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke.
Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með
bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti.
Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður
fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um-
hverfis kastalann þar sem alls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra
sínum, strák sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar, breytist allt ...
Þessi útgáfa inniheldur þætti 21 til 23 sem hver fyrir sig er 25 mínútur að lengd. Þess má
geta að þættirnir hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin 2016 í flokki teiknaðs barnaefnis.
VOD
100
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju
ræningjadóttur Útgefandi: Myndform
22. febrúar
Barnaefni
Úr öskunni í eldinn
Overlord hefst á D-deginum svokallaða, 6. júní 1944, þegar Bandamenn
gerðu innrás í Normandy. Dagskipun sveitar fallhlífarhermanna, sem er
ætlað að kasta sér út handan víglínunnar og gera einn af fjarskiptaturnum
Þjóðverja óvirkan, fer fyrir lítið þegar flugvél þeirra er sprengd í tætlur.
Flestir hermannanna farast en þeirra sem lifa af bíður enn erfiðari raun.
Overlord er í leikstjórn Julius Avery sem í þetta sinn vinnur með framleiðandanum
J.J. Abrams og færir okkur verulega hrollvekjuskotna mynd sem fengið hefur
mjög góða dóma þeirra sem kunna að meta alvöru trylla. Eftir magnað upphafs-
atriði erum við stödd í litlum bæ handan víglínu Þjóðverja þar sem allt er krökkt af
illskeyttum nasistum. Útlitið er því ekki gott fyrir okkar menn og ekki skánar það
þegar þeir uppgötva að bærinn er vettvangur vægast sagt vafasamra tilrauna ...
Punktar ..................................................................
HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - IGN HHHH - Verge HHHH - IndieWire
HHHH - E.W. HHHH - Time Out HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - Screen
Þótt Overlord sé fyrst og fremst afar
skemmtilega gerð blanda af stríðs-
mynd, spennumynd og hrollvekju er
einnig stutt í húmorinn í mörgum
atriðum, oft nokkuð svartan.
l
Sagan í myndinni er eftir þá J.J.
Abrams og Billy Ray sem hlaut m.a.
tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir
handrit sitt að myndinni Captain
Phillips árið 2014.
l
VOD
110
mín
Aðalhl.: Wyatt Russell, Mathilde Ollivier og Jovan Adepo
Leikstjórn: Julius Avery Útgefandi: Síminn og Vodafone
Tryllir
27. febrúar
Overlord er önnur mynd leikstjórans
Juliusar Avery sem sendi frá sér hina
þrælgóðu Son of a Gun árið 2014.
l
Mathilde Ollivier og Jovan Adepo í einu
af háspennuatriðum myndarinnar.
Myndir mánaðarins
29