Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 27
A Private War – White Boy Rick
Allt fyrir sannleikann
Mögnuð saga verðlaunablaðakonunnar Marie Colvin sem frá árinu 1985 og
allt til dauðadags starfaði fyrir breska dagblaðið The Sunday Times, lengst
af við öflun frétta og frásagna frá stríðshrjáðum héruðum og löndum.
Saga Marie Colvin er jafnframt saga af óbugandi viljaþreki og hugrekki þessarar
stórmerku konu sem fann köllun sína í að koma fréttum frá hættulegustu stöðum
Evrópu, Asíu og Norður-Afríku á framfæri við heiminn og lagði sjálfa sig um leið í
hina mestu lífshættu. Hennar eigin orð um það hvers vegna hún var tilbúin til að
leggja líf sitt í hættu voru að öðruvísi gæti hún ekki gefið þeim raddlausu rödd
og þeim ósýnilegu sem þjáðust vegna aðgerða stríðsherranna tilvist frammi fyrir
alþjóðasamfélaginu. Myndin þykir lýsa því afar vel við hvaða aðstæður Marie starf-
aði alla tíð og gefur um leið sannferðuga mynd af því úr hverju hún var gerð ...
Punktar ..................................................................
HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - RogerEbert.com
HHHH 1/2 - Wash. Post HHHH - Wrap HHHH - E.W. HHHH - L.A. Times
A Private War var tilnefnd til tvennra
Golden Globe-verðlauna, fyrir leik
Rosamund Pike í aðalhlutverkinu og
fyrir lagið Requiem for A Private War
sem Annie Lennox samdi og flytur.
l
Handrit myndarinnar er eftir Arash
Amel og var byggt á greininni Marie
Colvin’s Private War eftir Marie Brenner
sem birtist í tímaritinu Vanity Fair árið
2012 eftir að staðfest var að Marie
Colvin hefði látið lífið í sprengjuárás í
bænum Homs í Sýrlandi. Greinina má
enn finna á vefsvæði Vanity Fair.
l
VOD
110
mín
Aðalhl.: Rosamund Pike, Tom Hollander, Jamie Dornan og
Stanley Tucci Leikstj.: Matthew Heineman Útgef.: Sena
Sannsögulegt
21. febrúar
Rosamund Pike þykir frábær í hlutverki
sínu sem fréttakonan Marie Colvin.
Enginn veit sína ævi ...
Sannsöguleg mynd um Richard Wershe og son hans, Richard „Rick“ yngri,
sem aðeins 14 ára að aldri var farinn að vinna fyrir FBI og varð um leið yngsti
uppljóstrari sem bandaríska alríkislögreglan hefur haft á sínum snærum.
Það er sagt um sumar sannar sögur að þær séu ótrúlegri en nokkur skáldskapur.
Það á vel við í tilfelli þessarar sögu um Wershe-feðganna Richard og Rick sem
bjuggu í Detroit árið 1983 þar sem Richard hafði leyfi til að selja skotvopn og naut
aðstoðar sonar síns við það. Til að afla sér aukatekna seldu þeir hins vegar einnig
byssur undir borðið sem rötuðu síðan til glæpagengja og voru notaðar í skærum
um hinn ört vaxandi krakkmarkað. Þegar menn FBI komust að uppruna skot-
vopnanna ákváðu þeir að bjóða Richard samning um að hann færi ekki í fangelsi
fyrir hina ólöglegu sölu ef Rick myndi gerast uppljóstrari þeirra. Þar með var sett í
gang atburðarás sem átti eftir að hafa ófyrirsjáanlegar og ótrúlegar afleiðingar ...
Punktar ..................................................................
HHHH 1/2 - N.Y. Post HHHH 1/2 - Wrap HHHH 1/2 - The Globe and Mail
HHHH - Screen HHHH - IGN HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - Chicago Tribune
White Boy Rick er önnur mynd
leikstjórans Yanns Demange í fullri
lengd en sú fyrsta, ’71, er af mörgum
talin ein besta mynd ársins 2014.
l
Fyrir utan þau þrjú sem nefnd eru í
kreditlistanum hér til vinstri fara þau
Bruce Dern, Piper Laurie, Eddie
Marsan, Rory Cochrane, Brian Tyree
Henry og Jennifer Jason Leigh með
stór hlutverk í myndinni.
l
VOD
111
mín
Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Richie Merritt og
Bel Powley Leikstjórn: Yann Demange Útgefandi: Sena
Sá sem leikur Rick, Richie Merritt, er
hér í sínu fyrsta hlutverki.
l
Sannsögulegt
21. febrúar
Richie Merritt og Matthew McConaughey
í hlutverkum Wershe-feðganna.
Myndir mánaðarins
27