Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Página 26

The Hate U Give – Can You Ever Forgive Me? Raddir hinna föllnu Starr Carter er ung menntaskólastúlka sem kvöld eitt verður vitni að því að æskuvinur hennar og skólafélagi er skotinn til bana af lögreglumanni án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Um leið gjörbreytist líf hennar að eilífu. Atburðurinn hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á Starr, ekki bara áfallið sem hún verður fyrir að horfa upp á æskuvin sinn skotinn til bana heldur einnig eftirmálin því hún er auðvitað aðalvitni þeirra sem vilja að lögreglumaðurinn sé dreginn til ítrustu ábyrgðar og dæmdur fyrir morð. Á móti kemur gríðarlegur þrýstingur frá þeim sem verja lögreglumanninn og vilja meina að hann hafi í raun haft góða ástæðu til að skjóta. Undir þessu álagi kemur í ljós úr hverju Starr Carter er gerð ... Punktar .................................................................. HHHHH - Wash. Post HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - Screen International HHHH - Rolling Stone HHHH - Time HHHH - Los Angeles Times The Hate U Give hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna hjá hinum ýmsu fagaðilum og þykir mörgum súrt í broti að hún skyldi ekki fá tilnefningar til Óskarsverð- launa, ekki síst fyrir hönd aðalleik- konunnar Amöndlu Stenberg sem sýnir frábæran leik í aðalhlutverkinu og fyrir vandað handrit Audrey Wells. l 133 VOD mín A.hl.: Amandla Stenberg, Regina Hall og Anthony Mackie Leikstj.: George Tillman Jr. Útgef.: Síminn og Vodafone 21. febrúar Drama Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Angie Thomas sem kom út í febrúar 2017 og sat í efsta sæti á lista New York Times yfir söluhæstu ungl- ingabækurnar í 50 vikur samfleytt. l Amandla Stenberg leikur Starr Carter og í hlutverki móður hennar er Regina Hall. Neyðin kennir nöktum ... Rithöfundurinn Lee Israel má muna sinn fífil fegurri enda vill enginn lengur gefa út bækur hennar. Langt á eftir með leiguna og enga peninga á leiðinni dettur hún fyrir tilviljun niður á snjalla lausn – sem því miður er líka glæpur. Can You Ever Forgive Me er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Lee Israel sem kom út 2008 en í henni fór hún m.a. yfir mál sem skók bandaríska bókmenntaheiminn árið 1992. Eftir að hafa gefið út nokkrar ævisögur sem gengu ágætlega féll Lee í hálf- gerða ónáð þegar hún gaf út ævisögu Estée Lauder í óþökk hennar. Slypp og snauð datt hún niður á þá lausn að falsa sendibréf frægs fólks og selja þau til safn- ara. Þar með setti hún í gang atburðarás sem hefði varla verið hægt að skálda ... Punktar .................................................................. HHHHH - N.Y. Times HHHHH - Observer HHHHH - Chic. Sun-Times HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Film Journal HHHH - Rolling Stone HHHH - Guardian HHHH - Hollywood Reporter Þau Melissa McCarthy og Richard E. Grant, sem þykja hreint og beint stór- kostleg í hlutverkum sínum sem þau Lee Israel og Jack Hock, voru bæði tilnefnd til Golden Globe-verðlaun- anna fyrir leikinn og eru einnig bæði tilnefnd til BAFTA- og Óskarsverð- launanna sem verða afhent í febrúar. Sama gildir um handritshöfundana Nicole Holofcener og Jeff Whitty sem eru einnig tilnefnd til bæði BAFTA- og Óskarsverðlaunanna fyrir það. l 106 VOD mín A.hl.: Melissa McCarthy, Richard E. Grant og Dolly Wells Leikstjórn: Marielle Heller Útgef.: Síminn og Vodafone Sannsögulegt 26 Myndir mánaðarins 21. febrúar Þetta er frábær mynd sem allir kvik- myndaunnendur ættu hiklaust að sjá. l Richard E. Grant og Melissa McCarthy fara á miklum kostum í þessari frábæru mynd.