Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Seite 17

The Girl in the Spider’s Web – Where Hands Touch Fortíðin gleymir engu Þau Lisbeth Salander og blaðamaðurinn Mikael Blomkvist hittast á ný og takast nú á við flókið glæpamál og ráðgátu þar sem miskunnarlausir morð- ingjar, tölvuhakkarar og spilltir útsendarar yfirvalda koma við sögu ásamt tvíburasystur Lisbeth, Camillu, sem reynist hennar erfiðasti andstæðingur. The Girl in the Spider’s Web er gerð eftir fjórðu bókinni um þau Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist en hún er eftir rithöfundinn David Lagercrantz sem var fenginn til að halda áfram með söguna um þessar persónur sem Stieg Larsson skapaði áður en hann féll frá árið 2005. Bókin heitir á íslensku Það sem ekki drepur mann en við förum ekki nánar út í söguna hér af tillitssemi við þá sem hafa hvorki lesið hana né sáu myndina í bíó enda er atburðarásin uppfull af vægast sagt óvæntum vendingum og fléttum sem langskemmtilegast er að láta koma sér á óvart ... Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Observer HHHH - Film Journal HHHH - The Wrap HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - IGN HHH - E.W. HHH - Empire Með hlutverk Lisbeth í þetta sinn fer enska leikkonan Claire Foy og í hlut- verki Mikaels er nú Íslendingurinn Sverrir Guðnason sem síðast túlkaði Björn Borg í myndinni Borg McEnroe. Um leikstjórnina sá svo Fede Alvarez sem gerði m.a. myndina Evil Dead og sendi síðast frá sér spennutryllinn magnaða, Don’t Breathe. l 117 VOD mín Aðalhl.: Claire Foy, Sverrir Guðnason, LaKeith Stanfield og Sylvia Hoeks Leikstjórn: Fede Alvarez Útgefandi: Sena Spenna/hasar 14. febrúar Þess má geta að til stendur að kvik- mynda fimmtu bókina, Mannen som sökte sin skugga, en hún nefnist Stúlk- an sem gat ekki fyrirgefið á íslensku. l Enska leikkonan Claire Foy hefur nú tekið við hlutverki Lisbeth Salander. Ekki láta bugast Hin 15 ára Leyna á hvíta móður og svartan föður og hefur vegna litarháttar síns þurft að glíma við fordóma frá æsku þótt hún sé þýsk í húð og hár. Þegar hún og sonur hers- höfðingja í þýska hernum fella hugi saman stefna þau um leið lífi sínu í stórhættu. VOD Stríð/rómantík 122 mín 14. febrúar Where Hands Touch er áhrifarík ástarsaga sem margir hafa hrifist af og býður um leið upp á mikla spennu enda gerist hún í Berlín þegar heimsstyrjöldin síðari er í hámarki og gyðinga- ofsóknir nasista eru í algleymingi. Mitt í þess- um óróa heldur lífið samt áfram hjá unglingum landsins sem hafa ekki enn áttað sig á hvert stefnir og skilja ekki til fulls hvers vegna það gæti leitt til lífshættu fyrir þau að verða ást- fangin, hvað þá ef þau opinbera þá ást. Það eru þau Amandla Stenberg og George MacKay sem leika parið ástfangna, Leylu og Lutz, en þau eru bæði talin á meðal efnileg- ustu leikara ársins og þykja sýna hér að sú spá er ekki ástæðulaus. Myndin er sú fjórða sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Amma Asante gerir en hinar þrjár myndirnar, A Way of Life, Belle og A United Kingdom, hlutu allar glimrandi góða dóma gagnrýnenda. Aðalhlutverk: Amandla Stenberg, Christopher Eccleston, George MacKay, Abbie Cornish og Tom Goodman Hill Leikstjórn: Amma Asante Útgefandi: Sena Þetta er hin átján ára gamla Kaia Gerber sem er tiltölulega nýbyrjuð í módelbransanum en flestir spá að sé upprennandi ofurfyrirsæta. Eins og margir sjá strax á hún hæfileikana og útlitið ekki langt að sækja enda eru báðir foreldrar hennar heimsfrægar fyrrverandi fyrir- sætur, þau Cindy Crawford og Rande Gerber. Myndir mánaðarins 17