Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 16

Smáfótur Mígó fer í leiðangur Það er alltaf gaman að sjá góðar og fyndnar teiknimyndir og þann 11. febrúar kemur ein slík út á VOD-leigunum. Þetta er myndin Smáfótur sem byggð er á teiknimyndasögunni Yeti Tracks eftir Sergio Pablos, þeim sama og skapaði sögurnar um hinn önuga en stórsnjalla Gru og litlu gulu skósveinana. Myndin fjallar um samfélag snjómanna hátt uppi í snæviþöktum fjöllum sem vita ekki að til séu önnur siðuð samfélög en þeirra eigið. Sögur hafa vissulega sprottið upp af smáskrímslum sem hafa komið röltandi upp í fjöllin en öllum slíkum sögum hefur verið vísað frá sem hjátrú í besta falli og bulli og vitleysu í því versta. Það kemur því fát á einn ungan snjómann, Mígó, þegar hann rekst einmitt á svona smáskrímsli í eigin persónu sem því miður sleppur þó úr greipum hans. Mígó reynir að segja hinum snjómönnunum frá þessu en uppsker bara hæðni og hlátur. Við það getur hann alls ekki sætt sig og ákveður því að sanna sitt mál í eitt skipti fyrir öll ... Punktar .................................................... HHHH - Empire HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - C. Sun-Times HHH 1/2 - Wash. Post HHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - E.W. Myndin verður bæði gefin út með íslensku og ensku tali og í ensku útgáfunni eru það m.a. þau Channing Tatum, James Corden, Zendaya, Common, LeBron James, Gina Rodrigues, Patricia Heaton og Danny DeVito sem ljá persónunum raddir sínar. l Smáfótur Teiknimynd VOD 109 mín Íslensk talsetning: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinns- dóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Davíð Guðbrandsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Oddur Júlíusson, Þórhallur Sigurðsson o.fl. Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Útgefandi: Síminn og Vodafone 11. febrúar 16 Myndir mánaðarins