Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 18

Lof mér að falla Byggt á sannri sögu Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z, sem skrifaði einnig handritið ásamt Birgi Erni Steinarssyni, hefur hlotið einróma lof allra sem sáu hana í kvikmyndahúsum enda afar vel gerð og leikin í alla staði og svo áhrifarík að bæði sagan og persónur hennar lifa með áhorfendum löngu eftir að myndinni lýkur. Myndin er byggð á sönnum atburðum og segir frá hinni fimmtán ára gömlu Magneu sem hrífst mjög af hispurslausu lífi nýrrar vinkonu sinnar, hinnar átján ára gömlu Stellu, og leyfir henni að leiða sig inn í heim eiturlyfja. Sú vegferð hefur alvarlegar afleiðing- ar fyrir þær báðar og tólf árum síðar, þegar leiðir þeirra liggja saman á ný, kemur til óumflýjanlegs uppgjörs á milli þeirra. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir leika þær Magneu og Stellu þegar þær hittast fyrst, fimmtán og átján ára gamlar, og Stella kynnir Magneu fyrir heimi eiturlyfjanna. Punktar .................................................... Lof mér að falla HHHH - Variety HHHH - Film Threat HHHH - H. Reporter HHHH - Morgunblaðið Drama / Sannsögulegt Fyrir utan þá Baldvin Z og Birgi Örn Steinarsson eru aðstandendur Lof mér að falla að stórum hluta sama fólkið og kom að gerð Vonar- strætis, þ. á m. kvikmyndatökustjórinn Jóhann Máni Jóhannsson, Ólafur Arnalds sem semur tónlistina og þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp sem framleiddu ásamt Jukka Helle og Markus Selin. l 136 VOD mín Aðalhlutverk: Eyrún Björk Jakobsdóttir, Elín Sif Halldórsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Atli Óskar Fjalarsson Leikstjórn: Baldvin Z Útgefandi: Sena 14. febrúar Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í kynningunni gerði Baldvin Z hina vinsælu og margverðlaunuðu mynd Vonarstræti sem var frumsýnd í ágúst 2014. Á milli þeirrar myndar og Lof mér að falla sendi hann svo frá sér stórmerkilega heimildarmynd. Hvað heitir hún? Reynir Sterki. 18 Myndir mánaðarins Lof mér að falla er eins og áður segir byggð á sönn­um at­b­urðum og frásögnum úr ís­lensk­um raun­veru­leika fíkni­efna­heims­ins, ekki síst á lífi Krist­ín­ar Gerðar Guðmunds­dótt­ur sem lést 20. apríl 2001, þrítug að aldri, og lét m.a. eftir sig dagbækur sem aðstandendur myndar- innar og handritshöfundarnir höfðu til hliðsjónar við gerð hennar. l