Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 14
Nobody’s Fool
Sá eini rétti?
Þegar hin fjallhressa og óbeislaða Tanya er látin laus úr fangelsi kemur það
í hlut Danicu systur hennar að taka á móti henni og hýsa hana þar til Tanya
hefur komið undir sig fótunum. Segja má að allt fari upp í loft hjá þeim
systrum þegar Tanya uppgötvar að ástamál Danicu eru í alvarlegu ólagi.
Hér er á ferðinni hröð og fjörug gamanmynd sem gæti allt eins flokkast sem farsi.
Málið með Danicu er að skömmu eftir að fyrrverandi kærasti hennar yfirgaf hana
hóf hún samband við mann á netinu sem kveðst heita Charlie en Danica hefur
samt aldrei séð í eigin persónu. Á sama tíma á hún sér fleiri vonbiðla en hefur ekki
fundið neistann með neinum þeirra ... nema hinum óséða Charlie sem hún spjallar
við á netinu á hverjum degi. Við þetta ástand í ástamálum systur sinnar getur
Tanya ekki sætt sig og einsetur sér að greiða úr málunum á sinn einstaka hátt ...
Punktar ..................................................................
Leikstjóri og handritshöfund-
ur myndarinnar, Tyler Perry, er
einna þekktastur fyrir gaman-
myndir sínar um hina óvenju-
legu Madeu, en fyrsta myndin
um hana, Madea’s Family
Reunion, var gerð árið 2006 og
sló hressilega í gegn. Tyler lék
sjálfur nokkrar af persónum
hennar, þ. á m. Madeu og
hefur gert það síðan í fleiri
myndum sem flestar hafa
notið mikilla vinsælda.
l
110
VOD
mín
Aðalhl.: Tiffany Haddish, Tika Sumpter, Omari Hardwick og Whoopi
Goldberg Leikstjórn: Tyler Perry Útgefandi: Síminn og Vodafone
Gamanmynd
7. febrúar
Gina Rodriguez brosti út að eyrum í New York 22.
janúar, kannski vegna þess að hún hefur verið
ráðin til að leika teiknimyndapersónuna Carmen
Sandiego í leikinni mynd sem gera á um hana.
14
Myndir mánaðarins
Grínistinn Kevin Hart kemur
fram í Nobody’s Fool í skemmti-
legu aukahlutverki.
l
Tika Sumpter og Tiffany Haddish leika systurnar ólíku
Danicu og Tanyu og Whoopi Goldberg leikur móður
þeirra Lolu í þessari nýjustu gamanmynd Tylers Perry.
Á sama tíma sprangaði Chris Pine um New York
í brúnu en hann mun leika flugkappann Steve
Trevor á ný í Wonder Woman 2 þrátt fyrir að
Steve hafi ekki náð að lifa fyrri myndina af.
Vinkonurnar Uma Thurman og Salma Hayek
voru hins vegar staddar í París á sama tíma og
mættu báðar í svörtu í kokteilpartý á vegum
Boucheron-skartgripaframleiðandans.