Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 13

Goosebumps 2: Haunted Halloween – Tumi litli og galdraspegillinn Sögurnar lifna við – aftur! Þegar skólafélagarnir Sonny og Sam fá það verkefni að hreinsa drasl út úr yfirgefnu húsi uppgötva þeir leynistað þar sem einhver hefur falið gamla kistu. Í ljós kemur að kistan inniheldur eina af hinum mögnuðu bókum eftir R.L. Stines sem ekki má opna því þá sleppa skelfilegar sögupersónurnar út í raunheima. En Sonny og Sam vita ekkert um þau álög og opna bókina! Kvikmyndin Goosebumps sló eins og margir muna í gegn fyrir þremur árum en hún var gerð eftir samnefndum bókum rithöfundarins R.L. Stine sem m.a. hafa komið út á Íslandi hjá bókaforlaginu Sölku undir heitinu Gæsahúð. Hér er fyrst og fremst um græskulaust grín og gaman að ræða en þó með bæði spennu- og hrollvekjuívafi enda eru margar af persónum myndarinnar nokkuð ófrýnilegar og aðstæðurnar sem mennsku persónurnar lenda í ekki beint öfundsverðar ... Punktar .................................................................. HHH 1/2 - A. Chronicle HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Globe and Mail Jack Black sem lék rithöfundinn R.L. Stine í fyrri myndinni kemur einnig fram í þessari mynd en í þetta sinn í frekar litlu hlutverki. l Takið eftir hinum raunverulega R.L. Stine sem kemur fram undir lok myndarinnar í hlutverki mannsins sem afhendir vísindaverðlaunin. l 90 VOD mín Aðalhl.: Caleel Harris, Jeremy Ray Taylor, Madison Iseman og Ken Jeong Leikstjórn: Ari Sandel Útgefandi: Sena 7. febrúar Grín / Ævintýri Leikstjóri myndarinnar er Ari Sandel sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2007 fyrir stuttmyndina, West Bank Story, og leikstýrði m.a. hinni þræl- fínu mynd The Duff árið 2015. l Þeir sem höfðu gaman af fyrri myndinni eiga örugglega eftir að hafa gaman af þessari. Margur er knár þótt hann sé smár Tumi litli er fátækur bóndasonur sem dag einn fær það verkefni í hendur að bjarga konungsríkinu frá því að lenda í höndum illrar nornar. Til að geta gert það fær hann ómetanlega aðstoð frá hugrakkri prinsessu, risa, dularfullum þjófi og ekki síst galdra- spegli sem sér inn í framtíðina. DVD VOD 68 mín Teiknimynd með íslensku tali Útgefandi: Myndform Teiknimynd 7. febrúar Tumi litli og töfraspegillinn er spænsk teiknimynd sem að hluta til er byggð á barnabók franska skáldsins og stjórn- málamannsins Édouards René de Lab- oulaye, Le Prince Caniche, en Édouards er annars þekktastur fyrir baráttu sína gegn þrælahaldi og fyrir að hafa átt bæði hugmyndina að og staðið fyrir gerð Frelsisstyttunnar sem Frakkar færðu Bandaríkjunum að gjöf árið 1886. Sagan er um hina sígildu baráttu á milli góðs og ills og mikilvægi vináttunnar og samtakamáttarins, en hún gerist í sann- kölluðu ævintýralandi þar sem drekar og ýmis önnur furðudýr taka virkan þátt í ævintýralegri atburðarásinni. Punktar ......................... Tumi litli og galdraspegillinn var til- nefnd til spænsku kvikmyndaverðlaun- anna 2016 sem besta teiknimyndin. l