Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 12
Johnny English Strikes Again
Treystu innsæinu!
Þegar voldug og stórhættuleg glæpasamtök komast yfir raun-
veruleg nöfn allra njósnara bresku leyniþjónustunnar kemur
ekkert annað til greina en að kalla í snjallasta njósnara heims
og fá hann til að fara í málið. Sá maður heitir Johnny English.
Já, Johnny English mætir hér á svæðið á ný til að ganga á milli bols
og höfuðs á hættulegustu óvinum Bretlands. Að vísu er hann í
upphafi myndarinnar sestur í helgan stein eftir áratugaþjónustu
við ættjörðina og farinn að dunda sér við aðra hluti en þar sem allir
aðrir njósnarar leyniþjónustunnar eru úr leik var einfaldlega ekki
um aðra að ræða. Að sjálfsögðu skorast Johnny ekki undan kallinu
frekar en fyrri daginn og hefur strax að rannsaka málavöxtu ásamt
dyggum aðstoðarmanni sínum, Bough. Grunurinn beinist fljótlega
að hakkaragengi í Suður-Frakklandi og hinni fögru Ophelíu sem
virðist vera höfuðpaur þess og aðalskipuleggjandi. Hvort það sé
rétt eða ekki kemur í ljós því ef einhver getur komist til botns í
dularfullum málum eins og þessum þá er það Johnny English ...
Johnny English Strikes Again
Gamanmynd
DVD
Rowan Atkinson er engum líkur og fer ávallt létt með að kæta
áhorfendur með kostulegum töktum og svipbrigðum, svo ekki
sé talað um rannsóknaraðferðirnar sem Johnny English beitir!
90
mín
Aðalhlutverk: Rowan Atkinson, Olga Kurylenko, Emma Thompson,
Ben Miller, Jake Lacy, Miranda Hennessy, Pippa Bennett-Warner og
Adam James Leikstjórn: David Kerr Útgefandi: Myndform
7. febrúar
Punktar ....................................................
Í myndinni koma fram í aukahlutverkum nokkrir gamlir og góðir
breskir leikarar, þ. á m. þeir Charles Dance, Michael Gambon og
Edward Fox, en þeir eiga það allir sameiginlegt ásamt Olgu Kuryl-
enko og Rowan Atkinson að hafa leikið í James Bond-myndum.
l
l Bíllinn magnaði sem Johnny English ekur í myndinni og er af gerð-
inni Aston Martin V8 Vantage Classic er í raun í eigu Rowans Atkinson.
Veistu svarið?
Rowan Atkinson er auðvitað einna best þekktur
fyrir að túlka titilpersónurnar Bean og Blackadder í
samnefndum sjónvarpsþáttum en á einnig langan
kvikmyndaferil að baki sem hófst árið 1983 þegar
hann lék í James Bond-mynd. Hvaða mynd?
Emma Thompson leikur forsætisráðherra Bretlands sem verður
að láta til sín taka þar sem MI-6 leyniþjónustan er í lamasessi.
Never Say Never Again.
12
Myndir mánaðarins