Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 DVD VOD og tölvuleikir | Page 11

The Changeover – Meet My Valentine Horfst í augu við óttann Laura Chant er sextán ára gömul stúlka sem býr með móður sinni og fjög- urra ára bróður í úthverfi borgarinnar Christchurch á Nýja-Sjálandi. Dag einn fær hún sterkt hugboð um að einhver hætta vofi yfir fjölskyldu hennar og áður en varir breytist það hugboð í æsispennandi baráttu við illar vættir. The Changeover er allt í senn tryllir, ráðgáta og þjóðsöguleg fantasía enda teljast nokkrar af persónum sögunnar ekki mennskar og aðrar ráða yfir hæfileikum sem aðeins eru á færi norna og galdrakarla. Þannig lítur Carmody Braque (Timothy Spall) út fyrir að vera mennskur en er í raun ævaforn óvættur sem lifir á því að taka yfir líkama ungs fólks þegar líkaminn sem hann komst yfir síðast er orðinn of gamall. Þegar Carmody merkir hinn fjögurra ára gamla bróður Lauru sem sitt næsta fórnarlamb snýst hún til varnar og kemst að því að besta leiðin til að ráða niðurlögum Carmodys og bjarga lífi bróður síns er að henni takist að breyta sjálfri sér í norn. En til að það heppnist þarf tíma og hann er af skornum skammti ... Punktar .................................................................. The Changeover er byggð á sam- nefndri bók nýsjálenska rithöfundar- ins Margaret Mahy (1936–2012) sem kom út árið 1984 og hlaut m.a. bresku Carnegie-verðlaunin á sínum tíma sem besta unglingasaga ársins. Margaret var gríðarlega afkastamikill rithöfundur og eru margar teikni- myndabóka hennar og skáldsagna, s.s. The Changeover, A Lion in the Meadow, The Seven Chinese Brothers, The Haunting og The Man Whose Mother was a Pirate taldar til þjóðar- gersema Nýja-Sjálands. l 95 VOD mín Aðalhl.: Erana James, Timothy Spall, Nicholas Galitzine og Melanie Lynskey Leikstj.: Andrew Niccol Útg.: Myndform Tryllir/ráðgáta 1. febrúar Erana James og Timothy Spall í hlutverkum sínum í myndinni. Enginn veit hvað átt hefur ... Þegar Tom Bishop kemst að því að hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi sem læknar segja að muni draga hann til dauða innan árs ákveður hann að nota tímann sem eftir er til að finna konu sinni nýtt mannsefni og um leið átta ára dóttur þeirra nýjan föður. Á þessari áætlun eru auðvitað ótalmargir gallar! Hér er á ferðinni rómantísk mynd með gamansömu ívafi, en sagan býður einnig upp á skemmtilega fléttu sem margir eiga eftir að hafa gaman af. Þau Tom og Valentine hafa verið gift í áratug, en vegna anna beggja við eigin starfsframa hafa þau fjarlægst hvort annað og væru sennilega skilin ef þau ættu ekki barn saman. Þetta kemur samt ekki í veg fyrir að Tom ákveður að finna Valentine nýtt mannsefni á stefnumótasíðu á netinu. Málið vandast þegar honum er gert að fylla út upplýsingar um hana því um leið kemst hann að því að hann veit í raun alveg sáralítið um konuna sem hann hefur verið kvæntur í öll þessi ár ... VOD 89 mín Aðalhlutverk: Scott Wolf, Courtney Ford, Brady Smith og Jay Black Leikstjórn: Brian Herzlinger Útg.: Myndform Rómantík 1. febrúar Scott Wolf og Courtney Ford leika Bishop-hjónin Tom og Valentine. Myndir mánaðarins 11