Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 34
The Heyday of the Insensitive Bastards – Love’s Last Resort
Sumar minningar lifa að eilífu
The Heyday of the Insensitive Bastards er gerð eftir samnefndri bók Roberts
Boswell og inniheldur sjö smásögur (eða vignettur eins og höfundurinn kýs
að kalla sögurnar) sem tengjast ekki innbyrðis en eiga það sameiginlegt að
vera raunsannar frásagnir af venjulegu fólki í erfiðum/skrítnum aðstæðum.
Fjöldi þekktra leikara fer með aðalhlutverkin í þessum sjö stuttmyndum og eru
þar á meðal þau James Franco, Abigail Spencer, Matthew Modine, Rico Rodriguez,
Kate Mara, Amber Tamblyn, Kristen Wiig, Tony Cox, Jimmy Kimmel, Natalie Port-
man, Thomas Mann og Jacob Loeb, en leikstjórarnir sjö eru þau Jeremy David
White, Simon Savelyev, Vanita Shastry, Shadae Lamar Smith, Sarah Kruchowski,
Mark Columbus og Ryan Moody.
97
VOD
mín
Aðalhlutverk og leikstjórn: Ýmsir, sjá í kynningartexta
Útgefandi: Myndform
Smásögur
21. desember
Of langt mál yrði að fara hér í gegnum efni
allra sjö sagnanna sem heita A Walk In Winter,
Guests, Almost Not Beautiful, Miss Famous,
Lacunae, Smoke og The Heyday of the Insens-
itive Bastards en sem dæmi má nefna að fyrsta
sagan segir frá manni sem snýr aftur á heima-
slóðirnar þegar lögreglan tilkynnir honum að
jarðneskar leifar horfinnar móður hans hafi
loksins fundist. Þegar maðurinn uppgötvar
að leifarnar eru alls ekki af móður hans heldur
föður hans vandast málin verulega. Önnur
sagan, Guests, segir frá ungum dreng sem
hefur þurft að sæta ofsóknum skólabullunnar
en hefur ekki sagt frá því vegna þess að faðir
hans liggur fyrir dauðanum af völdum
krabbameins. Þegar faðirinn deyr ákveður
drengurinn hins vegar að vaða í bulluna og
kenna honum lexíu sem hann gleymir seint.
Tvær flugur í einu höggi
Chloe er ung kona sem ákveður að segja kærasta sínum Eric upp, a.m.k.
tímabundið á meðan hann tekur sig á. Eric gerir það en finnur sér um leið
nýja kærustu, Chloe til sárrar mæðu. En leiðir þeirra Erics eiga eftir að
liggja aftur saman þegar hún verður óvart þátttakandi í brúðkaupi hans.
Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd sem nálgast það að vera farsi enda lend-
ir aðalpersónan Chloe í miklum vandræðum við að útskýra fyrir Eric fyrrverandi
unnusta sínum af hverju hún er nokkrum mánuðum síðar gestur á hótelinu þar
sem hann ætlar að giftast nýju unnustunni. Hann heldur nefnilega í fyrstu að
hún sé mætt til að eyðileggja brúðkaupið, sem er misskilningur, en til að þurfa
ekki að segja sannleikann fær hún einn af hótelgestunum til að þykjast vera
kærasti sinn. Þessi hvíta lygi á svo auðvitað eftir að hafa óvæntar afleiðingar ...
VOD
88
mín
Aðalhlutverk: Alix Angelis, Jesse Hutch, Thomas Beaudoin
og April Bowlby Leikstj.: Brian Herzlinger Útg.: Myndform
Rómantík
34
Myndir mánaðarins
21. desember
Alix Angelis og Thomas Beaudoin leika þau Chloe og Hunter í Love’s Last Resort.