Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 35
It Comes at Night – A Time to Dance
Óvinurinn er í andrúmsloftinu
It Comes at Night gerist í ónefndri framtíð þegar dularfull veiki hefur lagt
þorra fólks af velli og enginn er eftir sem getur fundið lækningu við henni.
Djúpt inni í skógi nokkrum hafa hjónin Paul og Sarah komið sér fyrir ásamt syni
sínum Travis til að forðast veikina sem eirir engum sem hefur á annað borð sýkst
af henni. Þar sem engin lækning er til og verður ekki fundin úr þessu er eina
leiðin til að forðast dauðann að veikjast ekki. Kvöld eitt brýst maður einn, Will,
inn í hús þeirra í leit að vistum fyrir sig og sína fjölskyldu enda heldur hann að
það sé mannlaust. Um leið setur hann af stað alveg skelfilega atburðarás ...
Punktar ..................................................................
HHHHH - N.Y. Times HHHHH - Time Out HHHHH - H. Reporter
HHHH 1/2 - Indiewire HHHH 1/2 - Slate HHHH 1/2 - RogerEbert.com
HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - Total Film
HHHH - Empire HHHH - L.A. Times HHHH - Screen International
Myndin hefur eins og sést hlotið frá-
bæra dóma gagnrýnenda og er með
7,8 í meðaleinkunn á Metacritic, en eins
A Nerve-Shredding Thriller
- Time Out.
l
116
VOD
mín
Aðalhl.: Joel Edgerton, Christopher Abbott, Carmen Ejogo og
Kelvin Harrison Jr. Leikstj.: Trey Edward Shults Útg.: Myndform
Tryllir
21. desember
og gefur að skilja er hún alls ekki fyrir
hjartveika eða þá sem eiga erfitt með
að þola mikla og stanslausa spennu.
Hafandi sagt það ber að benda á að
hér er hvorki um að ræða uppvakn-
ingamynd né „slasher“ heldur kemur
spennan annars staðar frá.
It Comes at Night er önnur mynd
leikstjórans Treys Edwards Shults, en
sú fyrri, Krisha, var af mörgum talin
ein besta mynd ársins 2015.
l
Joel Edgerton og Kelvin Harrison Jr. í einu
af mörgum spennuatriðum myndarinnar.
Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi
Þessi 26 þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók
Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô
Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke.
Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með
bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti.
Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður
fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um-
hverfis kastalann þar sem alls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra
sínum, strák sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar, breytist allt ...
Þessi útgáfa inniheldur þætti 17 til 20 sem hver fyrir sig er 25 mínútur að lengd. Þess má
geta að þættirnir hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin 2016 í flokki teiknaðs barnaefnis.
VOD
100
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju
ræningjadóttur Útgefandi: Myndform
Barnaefni
21. desember
Myndir mánaðarins
35