Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 33
Endurútgefnar myndir eftir Luc Besson
Þær eru orðnar nánast óteljandi
myndirnar sem Luc Besson og fyrir-
tæki hans hafa gert eða staðið að í
gegnum árin því fyrir utan þær 16
bíómyndir sem hann hefur leikstýrt
sjálfur hefur hann skrifað fjölmörg
handrit fyrir aðra og framleitt enn
fleiri myndir en hann hefur sjálfur
komið beint að sem leikstjóri eða
handritshöfundur. Þann 21. desem-
ber verða endurútgefnar á VOD sjö af
fyrstu átta myndum hans sem leik-
stjóra en Luc, sem fagnar sextugs-
afmæli sínu í mars á næsta ári, sló
strax í gegn með sinni fyrstu mynd
árið 1983, þá aðeins 24 ára.
The Big Blue
Le dernier combat
The Last Battle var fyrsta mynd Lucs sem
leikstjóra og þótti gefa vísbendingar um að
hér væri á ferðinni leikstjóri sem taka ætti
eftir. Myndin kostaði ekki mikla peninga en
var, og er enn, því betri en hún gerist í fram-
tíðinni eftir mikla katastrófu sem svipti m.a.
þá sem eftir lifðu málinu. Þeir berjast nú sín
á milli um takmörkuð lífsgæði og orkuna
sem enn er í boði og hafa margir lýst mynd-
inni sem frönsku útgáfunni af Mad Max.
Aðalhlutverk: Pierre Jolivet, Jean Bouise, Jean Reno, Fritz Wepper
og Christiane Krüger Leikstjórn: Luc Besson Útgef.: Myndform
La femme Nikita
1988 – 168 mínútur
Aðalhlutverk: Jean-Marc Barr, Jean Reno, Rosanna Arquette
og Paul Shenar Leikstjórn: Luc Besson Útgefandi: Myndform
Þeir eru margir sem segja að Nikita sé besta
mynd Lucs Besson sem leikstjóra en myndin
naut mikilla vinsælda og gerði stjörnu úr
Anne Parillaud sem fór með titilhlutverkið.
Nikita er ung kona með afbrotaferil að baki
sem í staðinn fyrir að vera send í fangelsi var
gefinn kostur á að vinna fyrir leyniþjónust-
una sem njósnari og morðingi þegar svo ber
undir og á þarf að halda. Og í þessu starfi
hefur hún sannarlega það sem til þarf.
1990 – 117 mínútur
Aðalhlutverk: Anne Parillaud, Marc Duret, Patrick Fontana
og Alain Lathière Leikstjórn: Luc Besson Útgef.: Myndform
Atlantis Leon
Luc Besson hafði mikinn áhuga á hafinu og
leyndardómum þess og íbúum og eftir að
hafa gert The Big Blue lagði hann í að gera
heimildarmyndina Atlantis sem segja má að
sé nokkurs konar sjávarsymfónía við hina
mögnuðu tónlist Érics Serra. Hér kynnumst
við í nærmynd nokkrum af furðuskepnum
sjávarins sem eru uppteknar af því einu að
lifa og fjölga sér en virðast dansa við tón-
listina sem Éric samdi þeim til heiðurs. Eins og sagði hér fyrir ofan þá eru þeir margir
sem telja myndina Nikita vera bestu mynd
Lucs Besson sem leikstjóra en þeir eru enn
fleiri sem telja Leon skipa það heiðurssæti
enda er hún í 29. sæti á lista IMDB yfir bestu
myndir allra tíma. Hér reis stjarna leikarans
Jeans Reno upp í hæstu hæðir og er myndin
jafnframt fyrsta myndin sem Natalie Port-
man lék í en hún var þá aðeins 12 ára og stóð
sig með afbrigðum vel í hlutverki sínu.
Atlantis
Léon
1991 – 68 mínútur
1994 – 110 mínútur
Aðalhlutverk: Jean Reno, Gary Oldman, Natalie Portman og
Danny Aiello Leikstjórn: Luc Besson Útgef.: Myndform
Heimildarmynd Höfundur: Luc Besson Útgef.: Myndform
The Fifth Element The Messenger
Eftir að Leon sló svo hressilega í gegn sem
raun bar vitni biðu margir spenntir eftir
næstu mynd Lucs sem hermt var að væri
vísindaskáldsaga þar sem sjálfur Bruce Willis,
ein aðalstjarna kvikmyndanna á þeim tíma,
léki aðalhlutverkið ásamt Gary Oldman.
Myndin skartaði einnig leikkonunni Millu
Jovovich í burðarhlutverki, en hún giftist svo
Luc Besson skömmu eftir að myndin var
frumsýnd og sló í gegn um allan heim. The Messenger er saga Jóhönnu af Örk og var
ætlað að fylgja eftir vinsældum the Fifth
Element og þá ekki síst nýfundnum stjörnu-
status Millu Jovovich sem nú var eiginkona
Lucs. Í önnur stór hlutverk voru m.a. ráðnir
þekktir bandarískir leikarar og í engu var
sparað til að gera myndina sem tilkomu-
mesta, ekki síst bardagaatriðin þar sem Milla
sýndi og sannaði að hún var efni í hasar-
stjörnu. Það átti hún síðar eftir að nýta sér.
Le cinquième élément
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Milla Jovovich, Gary Oldman
og Chris Tucker Leikstjórn: Luc Besson Útgef.: Myndform
1983 – 93 mínútur
Nikita
Le grand bleu
The Big Blue þótti kvikmyndalegt stórvirki
en tökur á henni fóru að miklu leyti fram
neðansjávar enda fjallar hún um kafarana,
æskufélagana og núna keppinautana Enzo
og Jacques sem hafa um langa hríð skipst á
um að setja met í köfun. Myndin hlaut fjölda
verðlauna á sínum tíma, ekki síst fyrir magn-
aða tónlist Éric Serra, sem er snilldarverk út
af fyrir sig, og kvikmyndatöku Carlos Varini
sem á þessum tíma var sannkallað þrekvirki.
The Last Battle
Jeanne d’Arc
1997 – 126 mínútur
1983 – 148 mínútur
Aðalhlutverk: Milla Jovovich, John Malkovich, Faye Dunaway
og Dustin Hoffman Leikstjórn: Luc Besson Útgef.: Myndform
Myndir mánaðarins
33