Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 29
A Prayer Before Dawn – The Marine 6: Close Quarters
Baráttan er rétt að byrja
Sönn saga Bretans Billys Moore sem flutti til Tælands þar sem eiturlyfjafíkn
hans og afbrotahneigð leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur
til þriggja ára fangelsisvistar á stað sem lýst hefur verið sem helvíti á Jörðu.
Billy Moore var eiturlyfjafíkill og átti langan afbrotaferil að baki þegar hann flutti
til Tælands árið 2005. Þar ætlaði hann að snúa við blaðinu og hóf að kenna ensku
við tælenskan skóla. Allt gekk vel þar til hann kynntist mönnum úr undirheimum
Tælands og leiddist á ný út í eiturlyf og afbrot. Hann var handtekinn árið 2007
með stolnar vörur og eiturlyf í fórum sínum og síðan vistaður í einu alræmdasta
fangelsi Tælands þar sem menn þurfa að geta barist til að halda lífi. Og það var
einmitt það sem Billy ákvað að gera ... að berjast fyrir frelsinu og gefa ekkert eftir.
Punktar ..................................................................
HHHHH - Empire HHHH 1/2 - Village Voice HHHH 1/2 - L.A. Times
HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH - Hollyw. Reporter HHHH - Variety
A Prayer Before Dawn hefur fengið
mjög góða dóma, er með 7,6 í
meðaleinkunn á Metacritic, 6,9 á
Imdb og 7,4 á Rotten Tomatoes.
l
Billy Moore kemur sjálfur fram í
myndinni og leikur föður sinn sem
lést af völdum krabbameins áður en
myndin var frumsýnd.
l
116
VOD
mín
Aðalhl.: Joe Cole, Pornchanok Mabklang og Vithaya Pans-
ringarm Leikstj.: Jean-Stéphane Sauvaire Útg.: Myndform
Sannsögulegt
14. desember
Joe Cole æfði líkamsrækt og hnefa-
leika stanslaust í marga mánuði fyrir
gerð myndarinnar og naut tilsagnar
hins raunverulega Billys Moore sem
veitti honum einnig greinargóðar
upplýsingar um lífið innan rimlanna.
l
Joe Cole þykir algjörlega frábær í mynd-
inni sem bardagamaðurinn Billy Moore.
Aftur í baráttuna
Sérsveitar- og bardagamaðurinn Jake Carter mætir hér í sjötta sinn til að fullnægja
réttlætinu þegar mansalsklíka rænir ungri stúlku sem selja á í ánauð og í þetta sinn
fær hann aðstoð frá tveimur félögum sínum sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna.
VOD
Hasar
85
mín
20. desember
Þeir sem fylgjast með bandarísku fjölbragða-
glímunni (WWE) kannast áreiðanlega við
glímukappann Michael Gregory Mizanin sem
er ávallt kallaður „The Miz“ og hefur gert það
gott í sportinu á undanförnum árum. Hér fær
hann til liðs við sig tvo aðra úr WWE, þau
Shawn Michaels og Rebeccu Quin sem er
betur þekkt undir sviðsnafni sínu, Becky
Lynch. Saman ganga þau í það verkefni að
frelsa unga stúlku úr haldi mannræningja og
ganga um leið á milli bols og höfuðs á
glæpasamtökum þeirra með öllum þeim
mætti sem þau búa yfir í sameiningu.
Mike „The Miz“ Mizanin leikur hér sem
fyrr sérsveitarmanninn Jake Carter.
Aðalhlutverk: Mike „The Miz“ Mizanin, Shawn Michaels og Rebecca Quin (Becky Lynch) Leikstjórn James Nunn Útgefandi: Sena
Gleðileg jól
Myndir mánaðarins
29