Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 28
2 Years of Love – Mói
Hvenær er rétti tíminn?
Samantha er félagsfræðingur sem heldur úti vinsælum útvarpsþætti þar
sem hún m.a. gefur einstaklingum og pörum góð ráð varðandi ástamál og
önnur persónuleg mál. Sjálf glímir Samantha hins vegar við að eiginmaður
hennar til tveggja ára, hinn atvinnulausi John, vill alls ekki eignast barn.
2 Years of Love er eftir leikstjórann Thadd Turner og er gerð eftir sögu Lennys
Mesi sem einnig skrifaði handritið. Þetta er létt, rómantísk gamanmynd með
alvarlegum undirtóni enda riðar hjónaband þeirra Samönthu og Johns til falls
þegar þau ná ekki saman um að eignast barn. Þegar John ákveður að gefa henni
frekar hund fyllist mælirinn hjá Samönthu og hún hendir honum út og lætur
skipta um lás að heimili þeirra. Vandamálið er að hún elskar John og getur ekki
hugsað sér neinn annan ... en hvernig á hún að fá hann til að skipta um skoðun?
88
VOD
mín
Aðalhlutverk: Kayla Ewell, Ryan Merriman, Chris Ranney
og Catherine Haun Leikstj.: Thadd Turner Útg.: Myndform
Rómantík
14. desember
Kayla Ewell og Ryan Merriman leika Grey-hjónin Samönthu og John sem eftir tveggja
ára hjónaband eru ekki sammála um hvort tími sé til kominn að eignast barn.
Mói
Komdu með í ferðalög um heiminn
Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um
heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og
heimsækja sögufræga staði, hafa verið sýndir á
RÚV. Nú koma þeir einnig út á VOD-leigunum og
hér eru þættir 39 til 45 í seríunni.
Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru
byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs
Boutavant, Umhverfis jörðina með Móa sem kom út
árið 2009 og hefur allar götur síðan notið vinsælda.
Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna
birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um
sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti
sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi
siði landa og þjóða. Hver þáttur er 11 mínútur að lengd.
VOD
88
mín
Teiknimyndir með íslensku tali um Móa og félaga
Útgefandi: Myndform
Barnaefni
28
Myndir mánaðarins
14. desember