Myndir mánaðarins MM Desember 2018 DVD Vod og tölvuleikir | Page 30

The Meg Hættulegasta dýr jarðar Vísindamönnum og áhöfn neðansjávarrannsóknarstöðvar- innar Mana One bregður í brún þegar forsögulegur risahákarl birtist skyndilega úr undirdjúpunum og laskar stöðina það mikið að þeim er bráður bani búinn komist þau ekki fljótlega upp á yfirborðið. En leiðin upp er líka leiðin beint í dauðann. The Meg er byggð á samnefndri bókaseríu Steves Alten um kafarann og neðansjávarlíffræðinginn Jonas Taylor og ævintýri hans, en fyrsta bókin í seríunni kom út árið 1997 og eru þær sex talsins. Í myndinni er það Jason Statham sem leikur Jonas og það tekur hann ekki langan tíma að átta sig á að þessi risahákarl sem réðst á rannsóknar- stöðina er í raun hin forsögulega risaskepna megalodon sem ríkti yfir höfunum á sama tíma og risaeðlurnar ríktu á landi. Jason veit sem er að hann á litla möguleika í þessa skepnu einn og sér en þar sem líf allra í rannsóknarstöðinni liggur við, svo og allra annarra sem svamla um í sjónum í næsta nágrenni, verður hann að láta til skarar skríða ... The Meg Spenna / Hasar 113 VOD mín Aðalhlutverk: Jason Statham, Bingbing Li, Rainn Wilson, Ruby Rose, Jessica McNamee, Robert Taylor, Cliff Curtis, Shuya Sophia Cai og Ólafur Darri Ólafsson Leikstjórn: Jon Turteltaub Útgefandi: Síminn og Vodafone 17. desember Jason Statham sem Jonas Taylor og það er kínverska leikkonan Bingbing Li sem leikur nánasta aðstoðarmann hans, Suyin. Punktar .................................................... HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - Screen HHH 1/2 - Time HHH - Slant Mag. HHH - Observer HHHH - Chicago Tribune HHH - Total Film HHH - CineVue HHH - The Telegraph Ólafur Darri Ólafsson er í aukahlutverki í The Meg og kallast pers- óna hans „The Wall“. Við látum þess ógetið hvernig fyrir henni fer. l Leikstjóri myndarinnar, Jon Turteltaub, sendi síðast frá sér mynd- ina Last Vegas og þar á undan The Sorcerer’s Apprentice. Þess utan á hann m.a. að baki National Treasure-myndirnar og myndirnar In- stinct, Phenomenon, While You Were Sleeping og Cool Runnings. l Þótt Jonasi lítist ekkert á átök við risahákarlinn upp á eigin spýtur neyðist hann til að leggja til atlögu þar sem líf margra liggur við. Veistu svarið? Jason Statham sem heldur upp á tuttugu ára leiklistarafmæli sitt um þessar mundir mun næst birtast okkur á ný í myndinni Hobbs and Shaw í hlutverki Deckards Shaw sem hann lék í Fast and Furious-myndunum. En hver leikur Luke Hobbs ? Dwayne Johnson. 30 Myndir mánaðarins