Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 28
Proud Mary – 20th Century Women
Börn breyta öllu
Mary er leigumorðingi sem starfar fyrir mafíuna í Boston. Hún er vandvirk og
nákvæm og undirbýr sig vel fyrir verkefni sín. Dag einn fara hlutirnir þó
sérkennilega úrskeiðs þegar hún situr skyndilega uppi með son eins af fórn-
arlömbum sínum og þarf að taka ákvarðanir um framtíð hans – og sína.
Proud Mary er eftir sænsk-íranska leikstjórann Babak Najafi sem sendi síðast frá
sér myndina London Has Fallen og þar á undan myndirnar Easy Money 2 og Sebbe,
en sú síðarnefnda sópaði að sér verðlaunum víða um lönd. Hér vinnur hann eftir
handriti þeirra Christians Swegal og Johns Stuart Newman en það er aftur að
stórum hluta byggt á handriti myndarinnar Gloria sem Sidney Lumet leikstýrði
árið 1999 og þeir John Cassavetes og Steve Antin skrifuðu í sameiningu. Í það
skiptið var það Sharon Stone sem stóð frammi fyrir sama vandamáli og Mary
gerir í þessari mynd en hvort hún leysi það á sama hátt, það er alveg óvíst ...
89
VOD
mín
Aðalhl.: Taraji P. Henson, Billy Brown, Jahi Di'Allo Winston
og Danny Glover Leikstj.: Babak Najafi Útgef.: Sena
24. maí
Spenna / Hasar
Það er Taraji P. Henson sem leikur leigumorðingjann Mary í Proud Mary.
Hinir rannsakanlegu vegir tilverunnar
20th Century Woman gerist að mestu í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1979.
Við kynnumst hér gistihúsaeigandanum Dorothy sem hefur áhyggjur af því
að hafa ekki náð að kenna 15 ára syni sínum nægilega vel á lífið og ákveður
því að biðja tvær ungar konur að aðstoða sig við það á meðan hún sjálf
kannar grundvöllinn að sambandi við einn af leigjendum sínum, William.
Einhver gagnrýnandi lýsti þessari mynd þannig að það væri engu líkara en að hún
væri skrifuð og gerð af þeim Ken Loach, Woody Allen, Robert Altman og Richard
Curtis í sameiningu. Þetta er bæði fyndin og umhugsunarverð saga með frábærum
leikurum sem túlka litríkar persónur og samskipti þeirra á ógleymanlegan hátt ...
Punktar ............................................................................................
HHHHH - CineVue HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - Wash. Post
HHHH1/2 - N.Y. Times HHHH1/2 - L.A. Times HHHH1/2 - Rolling Stone
HHHH - Empire HHHH - The Guardian HHHH - Hollywood Reporter
Myndin er að hluta til sann-
söguleg því leikstjórinn og hand-
ritshöfundurinn Mike Mills byggði
persónu Dorotheu, sem Annette
Bening leikur, á sinni eigin móður
auk þess sem aðrar persónur
sögunnar eru byggðar á fólki sem
Mike þekkti á uppvaxtarárunum.
l
Fyrir utan einróma lof gagnrýn-
enda og ótal verðlaun var myndin
m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna
fyrir handritið. Annette Bening
var tilnefnd til Golden Globe-
verðlauna fyrir leik sinn og myndin
sjálf sem besta mynd ársins.
l
119
VOD
mín
Aðalhlutv.: Annette Bening, Elle Fanning, Greta Gerwig og
Billy Crudup Leikstjórn: Mike Mills Útgefandi: Myndform
Gamandrama
28
Myndir mánaðarins
25. maí
Þessu fólki þurfa allir að kynnast!