The 15:17 to Paris – Call Me By Your Name
Aðalhl .: Anthony Sadler , Alek Skarlatos og Spencer Stone Leikstjórn : Clint Eastwood Útg .: Síminn og Vodafone
Sönn saga
VOD
94 mín
21 . maí
Aðalhl .: Armie Hammer , Timothée Chalamet og Michael Stuhlbarg Leikstj .: Luca Guadagnino Útg .: Sena
Drama / Rómantík
VOD
132 mín
24 . maí
Sönn saga um sannar hetjur
Þann 15 . ágúst 2015 unnu fimm menn mikla hetjudáð þegar þeim tókst að stöðva hryðjuverkamann um borð í hraðlestinni á milli Amsterdam og Parísar áður en honum tókst að láta til skarar skríða . Þessi mynd er um þann æsispennandi atburð og leika þrír af þessum mönnum sjálfa sig í henni .
Hraðlestin frá Amsterdam til Parísar var nýkomin yfir landamærin þegar hinn marokkóski Ayoub El Khazzani hugðist láta til skarar skríða , vopnaður sjálfvirkum AKM-árásarriffli , níu skothylkjum með samtals 270 skotum , 9 millimetra Lugerskammbyssu , bensínsprengju og dúkahníf . Sá fyrsti til að átta sig á hvað væri yfirvofandi var 28 ára Frakki , en nafn hans hefur aldrei verið gefið upp . Hann féll í gólfið í átökunum við Khazzani og var úr leik . Þá stökk á hann annar Frakki af bandarískum ættum , Mark Moogalian , og reyndi að ná af honum rifflinum en Khazzani náði að skjóta hann í hálsinn með skammbyssunni . Og rétt í þann mund sem Khazzani ætlaði að beita rifflinum hentu þeir Alek Skarlatos , Spencer Stone og Anthony Sadler sér á hann ....
Punktar ......................................
HHHHH - The Globe and Mail HHHH - The New York Times l Þeir Alek , Spencer og Anthony skrásettu sögu sína þegar til Bandaríkjanna var komið og það er eftir henni sem Dorothy Blyskal skrifaði handritið . Clint Eastwood tók síðan að sér leikstjórnina og kom með þá hugmynd að fá þá félaga til að leika sjálfa sig í henni .
Upplifðu augnablikið
Þeir Alek Skarlatos , Spencer Stone og Anthony Sadler leika sjálfa sig í myndinni sem er einnig byggð á frásögn þeirra af atburðinum .
Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður- Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni , Marziu . Þegar aðstoðarmaður föður hans , Oliver , kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar .
Call Me by Your Name , sem er byggð á samnefndri verðlaunasögu bandaríska rithöfundarins Andrés Aciman , er einstök kvikmyndaperla , fyndin , ljúf og svo áhrifarík að bæði sagan sjálf og persónur hennar munu lifa með áhorfendum í mörg ár .
Punktar ............................................................................................ HHHHH - Variety HHHHH - R . Stone HHHHH - Indiewire HHHHH - R . Ebert HHHHH - L . A . Times HHHHH - Empire HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHHH - Screen HHHHH - Time Out HHHHH - Total Film HHHHH - Slate
l Call Me by Your Name hefur hlotið fimm stjörnu dóma hjá flestum gagnrýnendunum á Metacritic og er þar með 9,3 í meðaleinkunn sem er einstakur árangur . Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet voru báðir tilnefndir til Golden Globeverðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og hún sjálf sem besta mynd ársins eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem Timothée var líka tilnefndur fyrir leik sinn . Svo fór að myndin landaði Óskarsverðlaununum fyrir handritið en það er eftir James Ivory sem um leið varð elsti maður til að hljóta Óskarsverðlaun en hann verður níræður í júní .
Armie Hammer og Timothée Chalamet sýna snilldarleik í myndinni .
Myndir mánaðarins 27